Fara í innihald

Choristoneura pinus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Veffiðrildaætt (Tortricidae)
Ættkvísl: Choristoneura
Tegund:
C. pinus

Tvínefni
Choristoneura pinus
Freeman, 1953[1]

Choristoneura pinus er fiðrildi af veffiðrildaætt (Tortricidae). Tegundinni var fyrst lýst af Thomas Nesbitt Freeman 1953. Það finnst í gráfuruskógum í Norður-Ameríku.

Egg
Lirfa
Lirfa af undirtegundinni Choristoneura pinus maritima
Púpa
Skemmdir

Vænghafið er 18–24 mm hjá körlum og 15–28 mm kerlum. Fullvaxin dýr eru á ferli frá júní til ágúst.

Lirfurnar éta fyrst frjóköngla eftir að þær koma úr dvala í maí (til fyrripart júní) og leggjast svo á nýsprottið barr. Tegundin sækir helst á gráfuru (Pinus banksiana), en getur einnig valdið skemmdum á öðrum furutegundum.[2]

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Choristoneura pinus pinus
  • Choristoneura pinus maritima Freeman, 1967 (Pennsylvania)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tortricid.net
  2. Jack pine budworm Government of Ontario
  • Lumley, L. M. (2004). „Species Details Choristoneura pinus. University of Alberta Museums. E.H. Strickland Entomological Museum. Sótt 14. nóvember 2020.
  • Jack Pine Budworm- Fræðslurit Kanadastjórnar
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.