Fara í innihald

Hlutfall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlutfall er samband tveggja talna n og m, gefið með setningunni „n á móti m“ eða „n af hverjum m“ . Hlutfall má einnig setja fram sem almennt brot: n/m eða n:m, sem tugabrot eða hundraðshluta. Algeng hlutföll eru hálfur, þriðjungur og fjórðungur. Dæmi: „Helmingurinn féll á prófinu“, „1 af hverjum 3 les blöðin daglega“, eða „25% þjóðarinnar eru ólæs“.

Hlutföll geta einnig verið óræð, t.d. , sem er ummál hrings á móti þvermáli og gullinsnið, sem algengt er í byggingarlist og myndlist. Í ljósmyndun og sjónvarpstækni er oftast notast við hlutföllin 3/2, 4/3 og 1/1, en breiðskjár hefur hlutföllin 16/9.

Tákn[breyta | breyta frumkóða]

Stærðfræðitáknið ∝ gefur til kynnaað tvö gildi séu í beinu hlutfalli við hvort annað, merkir til dæmis að A sé í beinu hlutfalli við B. Ef þá væri .

Unicode-táknið fyrir þetta er U+221D.