Fara í innihald

Geir Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geir Gunnarsson (12. apríl 1930 - 5. apríl 2008) var íslenskur stjórnmálamaður sem að var þingmaður Alþýðubandalagsins frá 1959 til 1991. Geir var fyrst meðlimur í Sósíalistaflokknum en færði sig svo yfir í Alþýðubandalagið þegar að fyrrnefndi flokkurinn var lagður niður. Hann var fyrst landskjörinn þingmaður fyrir Hafnfirðinga og varð síðan að kjördæmakjörnum þingmanni Reykjaneskjördæmis. Geir var aðstoðarríkissáttarsemjari frá 1991 til 2008. Geir gengdi embætti varabæjarstjórar Hafnarfjarðar á árunum 1954 til 1962.[1]

Geir sat í tryggingaráði frá 1967 til 1978, í stjórn framkvæmdastofnunar ríkisins frá 1978 til 1987, í stjórn skipaútgerðar ríkisins frá 1989 til 1992 og í bankaráði Seðlabanka Íslands frá 1990 til 1993. Þar sem að Geir hafði mikla reynslu af fjármálum þá var reynt að gera Geir að fjármálaráðherra þegar að Alþýðubandalagið komst í ríkisstjórn, (1971, 1978, 1980, 1988) en að hans sögn hafði hann ekki áhuga á því.[2]

  1. „Geir Gunnarsson“. Alþingi. Sótt 2. desember 2024.
  2. „Fjarðarpósturinn - 27. tölublað (08.11.1990) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 2. desember 2024.