Fara í innihald

Vigo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfn og miðbær Vigo.
Stórborgarsvæði Vigo.

Vigo er borg og sveitarfélag í sýslunni Pontevedra í spænska sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu. Borgin er sú fjölmennasta í héraðinu með tæpa 200.000 íbúa en í sveitarfélaginu eru um 292.000 íbúa (2016). Vigo er í suðvestur-Galisíu, rétt norður af Portúgal. Rigningarsamt er í borginni og er ársúrkoma um 1800 mm.

Vigo taldist til þorps ekki fyrr en á 15. öld. Á 16. og 17. öld var ráðist á Vigo af sjó. Francis Drake tók borgina höndum frá 1585 til 1589 og skildi eftir sig brennd hús. Tyrkneskur floti reyndi að ráðast á borgina áratugum síðar. Fillippus IV spánarkonungur lét því byggja virki um borgina um miðja 17.öld. Bretar og Frakkar hertóku einnig borgina í stuttan tíma í byrjun 18. aldar annars vegar og 19. aldar hins vegar. Vigo óx hratt á 19. og 20. öld. Þar hefur byggst upp mikill iðnaður, fiskvinnsla, skipa-, og bílaverksmiðjur. Celta de Vigo er knattspyrnulið borgarinnar.