Frumbyggjar Venesúela

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hlutfallsdreifing frumbyggja í Venesúela

Frumbyggjar í Venesúela eða indíánar eins og þeir hafa verið nefndir, eru um 2% af heildarfjölda íbúa Venesúela. Til viðbótar eru margir Venesúelar með uppruna frá frumbyggjum og einnig svæðum utan landsins.[1] Frumbyggjar eru einkum í suðurhluta Amazon regnskógarins Amazonas, þar sem þeir eru næstum 50% íbúa og í Andesfjöllum í vesturhluta Zulia.[1] Fjölmennasti frumbyggjahópurinn í Venseúela er Wayuu (eða Guajiro) fólkið sem eru um 200.000 manns. Það býr aðallega í Zulia milli Maracaibovatns og landamæra Kólumbíu.[2] Aðrir, um 100.000 eða svo, frumbyggjar búa í fámennum suðausturríkjum Amazonas, Bolívar og Delta Amacuro.[2]

Það eru að minnsta kosti 30 frumbyggja hópar í Venesúela, þar á meðal Wayuu (413.000), Warao fólkið (36.000), Ya̧nomamö (35.000), Kali'na (34.000), Pemon (30.000), Anuá (21.000), Huottüja (15.000), Motilone Barí, Ye'kuana og Yaruro.[2]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Frumbyggjar Cumaná ráðast á trúboða eftir þrælaárás Gonzalez de Ocampo. Litur koparplötu eftir Theodor de Bry, birt í "Relación brevissima".

Ekki er vitað hversu margir bjuggu í Venesúela fyrir landnám Spánverja. Það kann að hafa verið um milljón manns og til viðbótar við núverandi þjóðir voru hópar eins og Auaké, Caquetio, Mariche, Pemon, Piaroa og Timoto-cuicas.[3][4] Þeim fækkaði mikið eftir landnámið; aðallega vegna útbreiðslu nýrra sjúkdóma frá Evrópu.[3] Það voru tvær megin byggðir Kólombíumann sem lágu frá norðri til suðurs. Í þeirri vesari var framleiddur maís og í þeiri eystri kassavarót.[3] Á stórum hluta Llanos sléttunnar var blandað saman tveimur ræktunaraðferðum. Annars vegar sviðurækt og hins vegar akuryrkja með fastri búsetu.[3] Frumbyggjar Venesúela höfðu þegar kynnst hráolíu og asfalti sem laust upp í gegnum jörðina upp á yfirborðið. Svarti vökvinn var þekktur af heimamönnum sem mene. Hann var aðallega notaður í læknisfræðilegum tilgangi, sem ljósmeti og til að þetta kanóa.[5]

Palafito í Orinoco Delta

Landnám Spánverja í Venesúela hófst árið 1522 með stofnun fyrstu varanlegu Suður-Ameríku byggðina í borginni Cumaná. Nafnið "Venesúela" er sagt að koma frá palafito þorpum á Maracaibo-vatni sem minnir á Amerigo Vespucci frá Feneyjum ("Venesúa" eða "litla Feneyjar").[6] Frumbyggja caciques (leiðtogar) eins og Guaicaipuro (um 1530o 1568) og Tamanaco (d. 1573) reyndu að berjast gegn innrásum Spánverja, en innrásaliðið sigraði þá að lokum. Sagnfræðingar eru sammála um að stofnandi Caracas, Diego de Losada, hafi að lokum drepið Tamanaco.[7] Sumra af andspyrnu ættbálkum eða leiðtogum eru minnst með örnefnum, þar á meðal Caracas, Chacao og Los Teques. Fyrstu nýlendubyggðirnar voru á norður ströndinni en um miðja 18. öld réðust Spánverjar lengra inn í landið meðfram Orinoco ánni.[3] Hér skipulögðu Ye'kuana (á þeim tíma þekktir sem Makiritare) harða mótspyrnu árin 1775 og 1776.[8] Á spænsku nýlendusvæðunum stofnuðu nokkrar trúarreglur trúboðsstöðvar. Jesúsítarnir hörfuðu á 17. áratugnum, en kapuchinarnir settu trúboðið í hernaðarbúning í sjálfstæðisstríðinu og árið 1817 voru þeir grimmilega yfirbugaðir af herjum Simon Bolivar.[8] Það sem eftir var nítjándu aldar gerðu ríkisstjórnirnar lítið fyrir frumbyggja og þeim var bolað í burtu frá basta landbúnaðarlandinu til jaðarsvæða.[8]

Mucuchí konur, sem voru hluti af stærri hópi TimotōōCuica fólks

Árið 1913, þegar gúmmí-vopnaárásin hófst, tók Tomas Funes ofursti völdin yfir San Fernando de Atabapo í Amazonas og drap yfir 100 íbúa. Á næstu níu árum stjórnaði Funes bænum rústaði hannFunes tugum Ye'kuana þorpa og drap nokkur þúsundir Ye'kuana.[9][10]

Í október árið 1999 eyðilagði Pemon fólkið fjölda rafmagnsmastra sem voru byggð til að flytja rafmagn frá Guri stíflunni til Brasilíu. Pemon hélt því fram að ódýrt rafmagn myndi hvetja til frekari þróunar hjá námuvinnslufyrirtækjum. Verkefninu sem kostar um 110 milljón dollara lauk árið 2001.[9]

Pólitísk samtök[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðþing frumbyggja í Venezuelan (Consejo Nacional Indio de Venezuela, CONIVE) var stofnað árið 1989 og þar eru fulltrúar meirihluta frumbyggjaþjóða. Á þinginu eru fulltrúar 60 félaga sem eru fulltrúar 30 þjóða.[11] Í september 1999 gengu frumbyggjar að þjóðþinginu í Caracas til að þrýsta á stjórnlagaþingið að setja inn mikilvægar ákvæði í nýja stjórnarskránni, svo sem rétt til eignarhalds, frjálsa umferð yfir alþjóðleg landamæri, frjáls val á þjóðerni og landafmörkun innan tveggja ára".[12]

Áður en stjórnarskrá Venesúela frá árinu1999 var samþykkt þá voru réttindi frumbyggja verri en öðrum löndum í Suður-Ameríku. Önnur ríki voru á markvissan hátt að festa í sessi réttindum frumbyggja í stjórnarskránni þeirra.[13] Stjórnarskrá Venesúela frá árinu 1961 hafði í raun verið skref aftur á bak frá stjórnarskráni frá árinu 1947 og réttindi frumbyggja slæm í áratugi, þar til árið 1999.[13]

Stjórnarskráin frá árinu 1999 breytti stöðunni og réttindi frumbyggja uðru þau bestu á svæðinu.[14] Nýjungar voru meðal annars ákvæði 125. gr. um pólitíska fulltrúa á öllum stigum stjórnsýslu og grein 124 sem bannaði skráningu einkaleyfa sem tengjast erfðafræðilegum auðlindum frumbyggja eða vitsmunalegum eignum sem tengjast þekkingu frumbyggja.[14] Nýja stjórnarskráin fylgdi fordæmi Kólumbíu í því að bóka þingsæti fyrir frumbyggja (þrír í þinginu í Venesúela) og það var fyrsta stjórnarskránni í Suður-Ameríku til að tryggja innfæddum sæti á þjóðþingum og í sveitarstjórnum í umdæmi með frumbyggjar búa.[15]

Tungumál[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Van Cott (2003), "Andean Indigenous Movements and Constitutional Transformation: Venezuela in Comparative Perspective", Latin American Perspectives 30(1), p52
  2. 2,0 2,1 2,2 Richard Gott (2005), Hugo Chávez and the Bolivarian Revolution, Verso. p202
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Wunder, Sven (2003), Oil wealth and the fate of the forest: a comparative study of eight tropical countries, Routledge. p130.
  4. Others include the Aragua and Tacariguas, from the area around Lake Valencia.
  5. Anibal Martinez (1969). Chronology of Venezuelan Oil. Purnell and Sons LTD.
  6. Thomas, Hugh (2005). Rivers of Gold: The Rise of the Spanish Empire, from Columbus to Magellan. Random House. bls. 189. ISBN 0-375-50204-1.
  7. „Alcaldía del Hatillo: Historia“ (spænska). Universidad Nueva Esparta. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. apríl 2006. Sótt 10. mars 2007.
  8. 8,0 8,1 8,2 Gott (2005:203)
  9. 9,0 9,1 Gott (2005:204)
  10. See Los Hijos de La Luna: Monografia Anthropologica Sobre los Indios Sanema-Yanoama, Caracas, Venezuela: Editorial Arte, 1974
  11. Van Cott, Donna Lee (2006), "Turning Crisis into Opportunity: Achievements of Excluded Groups in the Andes", in Paul W. Drake, Eric Hershberg (eds), State and society in conflict: comparative perspectives on Andean crises, University of Pittsburgh Press. p.163
  12. Alcida Rita Ramos, "Cutting through state and class: Sources and Strategies of Self-Representation in Latin America", in Kay B. Warren and Jean Elizabeth Jackson (eds, 2002), Indigenous movements, self-representation, and the state in Latin America, University of Texas Press. pp259-60
  13. 13,0 13,1 Van Cott (2003), "Andean Indigenous Movements and Constitutional Transformation: Venezuela in Comparative Perspective", Latin American Perspectives 30(1), p51
  14. 14,0 14,1 Van Cott (2003:63)
  15. Van Cott (2003:65)

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]