Frédéric Bastiat
Frédéric Bastiat | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 29. júní 1801 (í Bayonne í Frakklandi) |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 19. aldar (Nýaldarheimspeki) |
Claude Frédéric Bastiat (29. júní 1801-24. desember 1850) var hagfræðingur, stjórnmálamaður og heimspekingur. Bastiat tilheyrði flokki frjálslyndra og var eindreginn talsmaður fríverslunar og einkaeignarréttarins. Rit hans Harmonies Economiques sem út kom 1850 var ein meginheimild fyrsta íslenska hagfræðiritsins, Auðfræði (1880) eftir Arnljót Ólafsson.[1]
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Bastiat fæddist 29. júní 1801 í Bayonne, Frakklandi. Hann varð munaðarlaus þegar hann var níu ára gamall og ólst upp hjá ættingjum eftir það. Bastiat stundaði háskólanám í Sorèze þar sem hann lærði meðal annars ensku, sem gerði honum kleift að kynnast verkum hagfræðinga frá Bretlandi seinna í lífinu.
Bastiat kláraði ekki námið og fór í staðin að vinna hjá endurskoðunarfyrirtæki frænda síns þegar hann var sautján ára gamall. Hann stóð sig ekki vel í þessari vinnu og var almennt talin vera hæfari í bókmenntum en í viðskiptum. Það var á þessum tíma sem Bastiat fór að læra hagfræði í gegnum verk Jean-Baptiste Say og Adam Smith. Árið 1825 tók hann við landareign sem hann erfði eftir afa sinn. Bastiat var heldur ekki fær í þessu starfi og gekk sveitabænum verr undir umsjón hans.
Hann fékk sitt fyrsta starf í stjórnmálum árið 1830, þegar hann var nefndur „friðardómari“ í sveitafélaginu Mugron. Hann hélt þeim titli meirihlutann af valdatíma Loðvík Filippus, sem hafði nýlega tekið við sem leiðtogi Frakklands í kjölfar Júlíbyltingarnar. Tveim árum seinna var hann kosin sem sveitastjórnarfulltrúi í Landes. Árið 1848 var hann kosin á Franska þingið.
Í gegnum stjórnmálaferil sinn beitti Bastiat sér fyrir frjálslyndum umbótum og gagnrýndi sérstaklega verndartolla og verndarstefnu almennt. Hann stóð í bréfaskriftum við Richard Cobden, þingmanns frjálslynda flokksins í Bretlandi, eins af forvígismönnum bresku fríverslunarsinnanna og baráttunnar gegn kornlögunum (The Anti-Corn Law League). Cobden veitti Bastiat mikinn innblástur og hvatti hann til að birta skoðanir sínar.
Skoðanir Bastiat byrjuðu ekki að fá mikla athygli fyrr en grein hans um fríverslun var birt í blaðinu Journal des Economistes árið 1844. Vinsæld greinarinnar gerði Bastiat kleift að birta fleiri texta á næstu árum. Meirihlutinn af bókum og ritgerðum Bastiat voru skrifaðar nær ævilokum hans, því hann lést skömmu síðar úr berklum árið 1850, þegar hann var aðeins 49 ára gamall.[2][3]
Framlög til hagfræði
[breyta | breyta frumkóða]Bastiat telst til hins klassíska skóla hagfræðinnar. Hann var harður gangrýnandi verndarstefnu í Frakklandi og Bretlandi, og eindreginn talsmaður einstaklingshyggju. Hann hefur verið sérstaklega áhrifaríkur meðal frjálshyggjumanna í Bandaríkjunum. Ronald Reagan, Milton Friedman og Ron Paul hafa allir notað verk Bastiat sem innblástur.[4][5][6]
Dæmisagan um beiðni kertaframleiðenda
[breyta | breyta frumkóða]Áhrif Bastiat í Bandaríkjunum má ekki síst þakka enskri þýðingu bókar hans Sophisms économiques (1845) sem kom út í Bandaríkjunum 1867. Bókin er safn af háðsádeilum á andstæðinga fríverslunar þar sem hann gerir grín af öllum helstu rökum þess tíma gegn viðskiptafrelsi. Eitt frægasta dæmið er skálduð beiðni frá kerta-, lampa- og bensínframleiðendum heimsins til stjórnvalda (enska: The Candlemaker's Petition). Í beiðninni er þess krafist að ríkið skyldi alla borgara til að draga fyrir öll gluggatjöldin sín á daginn vegna þess að sólin sé ósanngjörn samkeppni gegn iðnaði þeirra. Krafan er rökstudd með því að þessar aðgerðir myndu skapa atvinnu og þar með bæta efnahag heimsins.[7][3]
Dæmisagan um neikvæðu járnbrautina
[breyta | breyta frumkóða]Önnur þekkt háðsádeila úr Sophisms économiques er sagan um neikvæðu járnbrautina (enska: A Negative Railroad). Bastiat lýsir tillögu sem hann las í dagblaði útgefnu í Bordeaux varðandi nýja járnbraut sem er verið að byggja á milli Parísar og Madríd. Höfundur greinarinnar leggur til að lestin ætti að stoppa í Bordeaux, þannig að farþegarnir geti verslað og stutt atvinnulíf borgarinnar.
Bastiat gerir grín af þessari tillögu með því að spyrja hvers vegna lestinn stoppi ekki í enn fleiri bæjum. Ættu Angoulême, Poitiers, Tours, Orléans o.s.frv. ekki einnig að fá að hagnast á nýju járnbrautinni? Bastiat stingur kaldhæðnislega upp á að byggja þess í stað „neikvæða“ járnbraut sem inniheldur ekkert nema stoppistöðvar og hefur enga endastöð.[7][3]
Dæmisagan um brotnu rúðuna
[breyta | breyta frumkóða]Frægasta framlag Bestiat til hagfræðinnar er dæmisagan um brotnu rúðuna (enska: The Parable of the Broken Window). Hún var fyrst birt í ritgerðinni Ce qu'on voit et ce qu'on ne voit pas (1850). Líkt og Sophisms économiques, fékk verkið ekki mikla alþjóðlega athygli fyrr en það var þýtt á ensku.
Sagan fjallar um ungan dreng sem kastar stein í gegnum rúðu á bakaríi. Eigandanum tekst að handsama drenginn og byrjar að skamma hann. Íbúar bæarins taka eftir glæpnum og ákveða að reyna að leysa úr málinu. Eftir að ræða saman ákveða íbúarnir að bakarinn ætti ekki að refsa stráknum, í stað ætti hann að vera þakklátur. Þessi niðurstaða er rökstudd með því að drengurinn sé að styðja efnahag bæsinns. Með því brjóta rúður er hann í raun að skapa atvinnu hjá glersmiðum.
Bestiat útskýrir að þessi rökfærsla sé röng vegna þess að íbúarnir eru ekki að taka til greina fórnarkostnað. Upphæðin sem bakarinn borgar glersmiðnum er peningur sem hann gat ekki notað í að kaupa nýja skó eða bók o.s.frv. Dæmisagan er stundum kölluð „rökvillan um brotnu rúðuna“. Hún er gjarnan notuð sem mótrök gegn fullyrðingum um að stríð eða náttúruhamfarir séu góðar fyrir hagkerfið.[7][8]
Framlög til heimspeki
[breyta | breyta frumkóða]Til viðbótar hagfræði fjallað Bastiat mikið um einstaklingsfrelsi og eignarrétt. Vinsælasta og mest selda bók Bastiat, La Loi (1850) færir heimspekileg rök til stuðnings einkaeignaréttarins. Bókin hefur verið þýdd á ótal mörg tungumál, meðal annars íslensku árið 2001 (íslenskur titill: Lögin).
Í bókinni segir Bastiat að lögum í nútíma samfélagi sé beitt á öfugan og óréttlátan hátt. Hann segir að margir telja það vera að lög sem gera okkur kleift að eignast hluti, en að það sé rangt vegna þess að einkaeignir séu í raun náttúruleg réttindi allra manna.
Bastiat réttlætir þessa fullyrðingu á þeim forsendum að Guð gaf okkur öllum líf, og þar með einnig sjálfstæði. Lífið er ekki sjálfbært, þannig það er undir okkur öllum komið að viðhalda því, þroska það og fullkomna það. Okkur er kleift að gera það með hæfileikunum sem Guð gaf okkur. Með því að beita þessum hæfileikum tekst okkur að eignast hluti. Eignir eru þar með hluti af eðli mannsins, þær eru alltaf til staðar hvort sem lög segja til um það eða ekki.
Bastiat fullyrðir að einstaklingar hafi einnig rétt til réttmætrar sjálfsvarnar. Þessi sjálfvörn tilheyrir ekki aðeins okkar persónu, heldur líka eignum okkar. Réttur til sjálfsvarnar þýðir að einstaklingar hafa þar fremur rétt á að mynda sameiginlega stofnun sem sér um að vernda okkar persónu og eignir. Þetta er eina ábyrgð ríkisins að mati Bastiat, og það að nota það ríkisvald til að vega að lífi, frelsi eða eignum annara er þar með óréttlát.[9]
Tilvísunarlisti
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ásgeir Jónsson (19. september 2012). „Hver var Arnljótur Ólafsson og hvað getið þið sagt mér um hann?“. Vísindavefurinn. Sótt 4. september 2022.
- ↑ George Charles Roche III (1971). Frédéric Bastiat: A Man Alone. Arlington House. ISBN 0870001167.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Robert L. Heilbroner (1999). The worldly philosophers: the lives, times, and ideas of the great economic thinkers. Simon & Schuster. ISBN 9780684862149.
- ↑ John Fund (2. febrúar 2015). „Ronald Reagan's Free-Market Mentors“. National Review. Sótt 4. september 2022.
- ↑ Milton Friedman, Robert Leeson, Charles G. Palm og John B. Taylor (2017). Milton Friedman on freedom: selections from the collected works of Milton Friedman. Hoover Institution Press. ISBN 9780817920364.
- ↑ Philip Gourevitch (14. desember 2011). „Here Comes Ron Paul“. The New Yorker. Sótt 4. september 2022.
- ↑ 7,0 7,1 7,2 Frédéric Bastiat og Jacques de Guenin (2017). Economic Sophisms and "What Is Seen and What Is Not Seen". Liberty Fund, Inc. ISBN 9780865978874.
- ↑ Robert Pagliarini (13. desember 2012). „What the "broken window" fallacy means for you“. CBS News. Sótt 22. september 2022.
- ↑ Frédéric Bastiat og Brynjar Arnarson (2001). Lögin. Andríki. ISBN 9979606657.