Einstaklingshyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heimspekingurinn Max Stirner.

Einstaklingshyggja er sú hugsun eða stefna að hver einstaklingur eigi fyrst og fremst að sjá um sjálfan sig og vini, ættingja eða aðra sem hann vill sjálfur, frekar en að einstaklingar og samfélag hafi gagnkvæmum skyldum að gegna, eins og félagshyggja segir. Einstaklingshyggja er stundum talin fylgjast að með sumum tegundum pólitískrar hægristefnu, sérstaklega frjálshyggju, en það er ekki algilt. Einstaklingshyggju-anarkismi er ein tegund stjórnleysisstefnu, þar sem áherslan er (eins og nafnið bendir til) á einstaklinginn frekar en samfélagið.

Nútíma einstaklingshyggja kom fram á nýöld og tilurð hennar er tengd tilurð kapítalískra framleiðsluhátta. Annars vegar fóru atvinnurekendur að semja við launamenn á einstaklingsgrundvelli (í það minnsta fyrir tilkomu stéttarfélaga) í meiri mæli en áður var, svo það varð reglan frekar en undantekningin. Þannig varð einstakur vinnandi maður að framleiðslueiningu, í stað heimilisins, sem áður var. Hins vegar losnaði um bönd lénsveldisins og bændaánauð, vistarband og slíkar hömlur á einstaklingsfrelsi rofnuðu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.