Fara í innihald

Formúla 3

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Formúla 3 er kappakstur fyrir ungar manneskjur sem flestar hafa það markmið að komast í Formúlu 1 einn daginn. Formúla 3 heitir í dag FIA Formúla 3 meistaramótaröðin (FIA Formula 3 Championship) allt frá árinu 2019 þegar FIA Formúla 3 Evrópska meistaramótaröðin seinni (2012-2018) og GP3 mótaröðin sameinuðust. Það er keppt á brautum um allan heim. Árið 2024 voru 10 keppnir haldnar í Formúlu 3. Yfirleitt eru sprettkeppnir haldnar á laugardögum í Formúlu 3 og degi síðar á sunnudegi er síðan full keppni. Það eru 10 lið, 3 ökumenn í hverju liði og 30 ökumenn sem byrja í hverri keppni. Liðin 10 eru Prema Racing, Trident, MP Motorsport, Campos Racing, Hitech Pulse-Eight, Jenzer Motorsport, Van Amersfoort Racing, Art Grand Prix, AIX Racing og Rodin Motorsport. Leonardo Fornaroli úr liði Trident sigraði meistaramótaröðina árið 2024. Prema Racing voru meistarar bílasmiðja sama ár.

Upphafið og 500cc Formúla 3

[breyta | breyta frumkóða]

Saga Formúlu 3 er löng sem er tengd við Fédération Internationale de l'Automobile(FIA). Það má segja að saga Formúlu 3 hefjist um árið 1946 þegar 500cc Formúla 3 er stofnuð sem síðar FIA tekur við árið 1950. Árið 1950 var keppt í löndum eins og Noregi, Suður Afríku, Hollandi, Swiss, Marokkó, Spáni og Belgíu. 500cc Formula 3 var alveg til ársins 1963. Líklegast þekktustu nöfnin sem kepptu á þessum árum í mótaröðinni eru Stirling Moss og Bernie Ecclestone.[1] Árið 1958 tók Formúla Yngri(Formula Junior) við af 500cc Formúla 3 því þar var keppt með öflugari vélar.

Formúla 3 Þjóðar Evrópski bikarinn(Formula 3 Nations European Cup)

[breyta | breyta frumkóða]

Formúla 3 Þjóðar Evrópski bikarinn(Formula 3 Nations European Cup) var stofnaður árið 1966 sem tók við af Formúlu Yngri þegar hún var lögð niður árið 1964. Hann var til ársins 1975 þegar ný reglugerð tók gildi sem sagði að allir bílar ættu að vera með 2000 rúmsentímetra vélar.

FIA Formúla 3 Evrópska meistaramótaröðin fyrri (1975–1984) (FIA European Formula 3 Championship (1975–1984)

[breyta | breyta frumkóða]

FIA Formúla 3 Evrópska meistaramótaröðin fyrri (1975–1984) (FIA European Formula 3 Championship (1975–1984) tók yfir bikarnum þegar kappaksturinn var gerður að mótaröð sem var til ársins 1984.[2] Alain Prost vann m.a. þá meistaramótaröð árið 1979 með liði Martini Renault Oreca. Alfa Romeo liðið var mjög sterkt í Formúlu 3 þegar liðið keppti í FIA Formúla 3 Evrópsku meistaramótaröðini fyrri og var með sigurvegara í meistaramótaröðini 5 ár í röð frá 1980 til 1984.

Alfa Romeo Formúlu 3 bíllinn sem var notaður við kappakstur árið 1982

FIA Formúlu 3 Evrópski bikarinn. (FIA European Formula 3 Cup)

[breyta | breyta frumkóða]

FIA Formúlu 3 Evrópski bikarinn. (FIA European Formula 3 Cup) tók við árið 1985 af FIA Formúla 3 Evrópsku meistaramótaröðini fyrri (1975–1984). Hún var fyrst frá 1985 til 1990, tók sér síðan pásu, kom síðan aftur 1999 og var til ársins 2004.

Formúlu 3 Evrópska mótaröðin (Formula 3 Euro Series)

[breyta | breyta frumkóða]

Formúlu 3 Evrópska mótaröðin (Formula 3 Euro Series) kom næst á eftir Evrópska bikarnum og var til ársins 2012. Lewis Hamilton vann m.a. mótaröðina árið 2005 og Nico Hülkenberg árið 2008.

FIA Formúla 3 Evrópska meistaramótaröðin seinni (2012–2018) (FIA Formula 3 European Championship)

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Formúlu 3 Evrópu mótaröðin hætti, “breytti” Formúla 3 aftur um nafn og þá tók FIA Formúla 3 Evrópska meistaramótaröðin seinni (2012–2018) (FIA Formula 3 European Championship) við. Nokkrir þekktir einstaklingar hafa sigrað mótaröðina eins og Esteban Ocon(2014), Lance Stroll(2016), Lando Norris(2017) og Mick Schumacher(2018).

FIA Formúla 3 meistaramótaröðin (FIA Formula 3 Championship)

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2019 kom FIA Formúla 3 meistaramótaröðin (FIA Formula 3 Championship) til sögunnar, og Formúla 3 heitir það en í dag. Oscar Piastri var meistaramótaraðameistari í Formúlu 3 árið 2020.

Aðrar mótaraðir tengdar við Formúlu 3

[breyta | breyta frumkóða]

Í gegnum tíðina hafa verið margar mótaraðir sem tengjast Formúlu 3 og Fédération Internationale de l'Automobile (FIA) verið haldnar. Það var í raun og veru ekki fyrr en árið 2019 þegar FIA Formúla 3 meistaramótaröðin (FIA Formula 3 Championship) var stofnuð að það verður til heimsmótaröð sem er bein tengd við Formúlu 2 og Formúlu 1. Vissulega voru Evrópsku meistaramótaraðirnar nánast bein tengdar við Formúlu 2 sem hét áður GP2 mótaröðin og Formúlu 1 þar sem menn á borð við Lewis Hamilton kepptu í. Hins vegar voru aðrar mótaraðir heldur en evrópsku mótaraðirnar sem voru á vegum FIA og tengdu sig við Formúlu 3. Flestar þeirra eru þjóðar- eða svæðismótaraðir. Margar þjóðarmótaraðirnar eru hættar, sameinaðar öðrum mótaröðum eða eru búnar að breyta um nafn eftir 2019 þegar FIA Formúla 3 meistaramótaröðin (FIA Formula 3 Championship) var stofnuð. FIA stofnaði líka árið 2013 Formúlu 4 og margar þjóðarmeistaramótaraðir voru stofnaðar tengdar henni sem eru svipaðar mótaraðir og voru tengdar við Formúlu 3 áður.

Breska Formúlu 3 meistaramótaröðin (British Formula Three Championship).

[breyta | breyta frumkóða]

Mótaröðin var stofnuð árið 1951 á svipuðum tíma og 500cc Formúla 3 var að vera vinsæl. Sú Breska var næst elsta þjóðarmeistaramótaröðin sem var tengd við Formúlu 3 eftir þeirri Þýsku. Sú Breska var fyrst til ársins 1961 þegar hún hætti. Þremur árum seinna var sú Breska sett aftur á laggirnar og meistaramótaröðin var til ársins 2014 en það ár var hún lögð niður. Nokkuð þekkt nöfn eins og Ayrton Senna, Mika Häkkinen og Jackie Stewart kepptu í meistaramótaröðinni áður en þeir hófu sinn ferill í Formúlu 1.

Þýska Formúlu 3 meistaramótaröðin (German Formula Three Championship).

[breyta | breyta frumkóða]

Þýska Formúlu 3 meistaramótaröðin var elsta þjóðarmeistaramótaröðin sem var stofnuð árið 1950. Meistaramótaröðin var haldinn í Vestur-Þýskalandi þangað til ársins 1990 þegar Vestur og Austur-Þýskaland sameinuðust. Meistaramótaröðin var til ársins 2002 þegar hún sameinaðist við stofnun Formúlu 3 Evrópu mótaraðinnar ásamt Frönsku Formúlu 3 meistaramótaröðinni. Michael Schumacher vann Þýsku Formúlu 3 meistaramótaröðina árið 1990 með WTS(Weber-Trella Stuttgart) liðinu.

Opna Evrópuformúlu meistaramótaröðin (Euroformula Open Championship).

[breyta | breyta frumkóða]

Opna Evrópuformúlu meistaramótaröðin var stofnuð árið 2001 og breytti síðan um nafn árið 2006 og hét þá Spænska Formúlu 3 meistaramótaröðin (Spanish Formula Three Championship). Spænska meistaramótaröðin var haldinn til ársins 2009 þegar hún gekk inn í Evrópsku Formúlu 3 Opnu meistaramótaröðina (European F3 Open Championship) og GT Sport stofnaði hana. [3] Íslendingurinn Kristján Einar Kristjánsson keppti í Evrópsku Formúlu 3 Opnu meistaramótaröðinni. Aftur breytti meistaramótaröðin um nafn árið 2014 og fékk sitt gamla nafn Opna Evrópuformúlu meistaramótaröðin sem hún hét í upphafi. Meistaramótaröðin er enn starfandi í dag.

Listi yfir nokkrar aðrar meistaramótaraðir tengdar Formúlu 3

[breyta | breyta frumkóða]
Mótaröð Land Stofnað (ár) Hætti (ár)
Brasilíska Formúlu 3 meistaramótaröðin (Brazilian Formula Three Championship) Brasilía Brasilía 1985

2014

1995

2017

Ítalska Formúlu 3 meistaramótaröðin (Italian Formula Three Championship) ÍtalíaÍtalía 1958

1968

1966

2012

Japanska Formúlu 3 meistaramótaröðin (Japanese Formula 3 Championship) JapanJapan 1979 2019
Franska Formúlu 3 meistaramótaröðin (French Formula Three Championship) FrakklandFrakkland 1964

1978

1973

2002

Finnska Formúlu 3 meistaramótaröðin (Finnish Formula Three Championship) FinnlandFinnland 1958

1984

2000

1960

1986

2010


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „500cc Formula 3 Results (All Others)“. The 500 Owners Association Ltd. Sótt 11. september 2024.
  2. Hundscheid, Marcel (1. desember 2023). „Formula 3: The origins, 1971-1984“. Motorsportretro. Sótt 14. september 2024.
  3. „Introduction“. Euro FormulaOpen. Sótt 14. september 2024.