Fara í innihald

Lando Norris

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lando Norris
Norris árið 2024
Fæddur
Lando Norris

13. nóvember 1999 (1999-11-13) (25 ára)
ÞjóðerniBretland Breskur
Störf Formúlu 1 ökumaður

Lando Norris (f. 13. nóvember, 1999) er breskur ökuþór sem keppir í Formúlu 1 fyrir McLaren. Norris endaði í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna í Formúlu 1 2024 tímabilið með McLaren.

Norris fæddist í Bristol en ólst upp í Glastonbury með enskum föður og belgískri móður. Hann byrjaði að keppa á go-kart 7 ára. Hann keppti með Carlin frá 2015 til 2018, hann vann Formúlu 3 mótaröðina árið 2017 og var í öðru sæti í Formúlu 2 árið 2018, á eftir George Russell.

Norris var í McLaren akademíunni frá 2017 og byrjaði í Formúlu 1 með McLaren árið 2019 og varð liðsfélagi Carlos Sainz Jr.[1] Fyrsta keppnin hans í Formúlu 1 var í Ástralíu 2019. Hann komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall og náði fyrsta hraðasta hringnum sínum í Austurríki 2020.[2] Hann náði fyrsta ráspól sínum í rússneska kappakstrinum 2021.[3] Fyrsti sigurinn kom í Miami árið 2024[4] og vann hann þrjár aðrar keppnir á tímabilinu og endaði í öðru sæti á eftir Max Verstappen í heimsmeistaramóti ökumanna.

Frá og með Barein kappakstrinum 2025 hefur Norris hefur unnið 5 keppnir, náð 10 ráspólum, 14 hröðustu hringjum og 30 verðlaunapöllum í Formúlu 1. Hann er samningsbundinn McLaren út 2027 tímabilið.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Pete Gill (14. desember 2018). „Lando Norris joins McLaren for Formula 1 2019: The full story“. skysports.com. Sótt 13. apríl 2025.
  2. 'Speechless' Norris thought he'd 'fudged' chance of maiden podium finish“. formula1.com. 5. júlí 2020. Sótt 13. apríl 2025.
  3. „Norris revels in maiden pole but says Sochi is 'probably the only place I wouldn't want to start P1'. formula1.com. 25. september 2021. Sótt 13. apríl 2025.
  4. James Galloway (6. maí 2024). „Miami GP: Lando Norris finally wins his first race in Formula 1 after McLaren driver beats Max Verstappen“. skysports.com. Sótt 13. apríl 2025.
  5. „Norris agrees major contract extension to stay at McLaren until 2025“. formula1.com. 9. febrúar 2022. Sótt 13. apríl 2025.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]