Geimferðastofnun Evrópu
Útlit
(Endurbeint frá Evrópska geimferðastofnunin)
Geimferðastofnun Evrópu eða ESA (enska: European Space Agency) er geimferðastofnun sem stofnuð var árið 1975. Markmið stofnunarinnar er að rannsaka geiminn. Aðildarlönd ESA eru tuttugu og tvö: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.