Rudolf Hilferding

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rudolf Hilferding
Rudolf Hilferding árið 1928.
Fjármálaráðherra Þýskalands
Í embætti
13. ágúst 1923 – október 1923
KanslariGustav Stresemann
ForveriAndreas Hermes
EftirmaðurHans Luther
Í embætti
29. júní 1928 – 21. desember 1929
KanslariHermann Müller
ForveriHeinrich Köhler
EftirmaðurPaul Moldenhauer
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. ágúst 1877
Leopoldstadt, þýska keisaraveldinu
Látinn11. febrúar 1941 (63 ára) París, Frakklandi
ÞjóðerniÞýskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn (SPD)
MakiRosa Hilferding
HáskóliVínarháskóli

Rudolf Hilferding (f. 1877, d. 1941) var þýskur stjórnmálamaður og hagfræðingur.

Hilferding var sonur auðugra gyðinga[1] og fæddist í Vínarborg í Austurríki 10. ágúst árið 1877. Faðir hans, Emil Hilferding, starfaði sem einkaþjónn og móðir hans Anna Hilferding áttu son sinn og yngri systir hans Mariu. Hilferding fór í skóla á ungum aldri og var talinn meðal nemandi í grunnskóla sem gaf honum kost að fara í háskóla þar sem hann hlaut doktorsgráðu eftir að hafa lært læknisfræði í Vínarborg.[2] Þegar hann var að læra læknisfræði heillaðist hann að sósíalisma, og tengdist ýmsum marxistum og sósíalistum, meðal annars Otto Bauer, Karl Kautsky og August Bebel. Rudolf Hilferding var einn mikilvægasti kenningasmiður marxista snemma á 19. öld ásamt Lenín, Búkharín og Rosu Luxemburg, og einn klárasti nemandinn í fjármálahagfræði meðal þeirra.[3]

Ævi og stöf[breyta | breyta frumkóða]

Hilferding varð leiðbeinandi í þjálfunarskóla í Berlín árið 1906 sem var styrktur af þýska Jafnaðarmannaflokknum (SPD). Hann var leiðandi fulltrúi marxista í Vínarborg eftir að hafa verið leiðandi blaðamaður SPD. Hilferding var pólitískur ritstjóri hjá Vorwärts („Áfram“) frá árunum 1907-1915. Hann tók þátt í byltingunni í Þýskalandi sem átti sér stað í nóvember árið 1918 en lauk svo árið 1919. Árið 1920 öðlaðist hann þýskan ríkisborgararétt og varð aðalritstjóri Die Freiheit („Frelsið“), stofnun óháðra jafnaðarmanna. Frá 1924 til stjórn Adolfs Hitlers árið 1933 starfaði Hilferding sem varaþingmaður Reichstag, síðar flúði hann frá Þýskalandi vegna valdatöku Hitlers. Ári seinna samdi hann Pragávarpið fyrir útlæga þýska sósíalista.[4] Í ávarpinu var sett krafa um byltingarkenndar breytingar í þýsku samfélagi, markmið þess var að samþætta gagnrýnendur gamla sósíaldemókrataflokksins í Weimarlýðveldinu í sameiginlegu varnarvígi gegn Hitler. Við ritun stefnuskrárinnar þurfti Hilferding að sameina ólíkar skoðanir og markmið. Pragávarpið var prentað yfir 15.000 eintökum og var dreift leynilega á milli í Þýskalandi.[5]

Kenningar um eðli Kapítalisma[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta bindi af Marx-Studien (1904-22), Gagnrýni Böhm Bawerks á Marx, var fyrsta framlag Hilferdings til marxískrar hugsunar. Til að bregðast við gagnrýnendum Marx sem töldu að samþjöppun fjármagns hefði ekki átt sér stað eins og Marx bjóst við, þá benti bók Hilferdins, Das Finanzkapital (1910), á hlutverk banka og fjármála og hélt því fram að aukin áhrif bankanna á iðnaðinn leiddi til einokunar og samráðs og í gegnum þá leiddi einnig til efnahagslegar heimsvaldastefnu og stríðs.

Hilferding var pólitískur ritstjóri hjá tímaritinu Áfram („Vorwärts“) frá árunum 1907-1915. að tók hann þátt í byltingunni í Þýskalandi sem átti sér stað í nóvember árið 1918 en lauk svo árið 1919. Árið 1920 öðlaðist hann þýskan ríkisborgararétt og varð aðalritstjóri hjá tímaritinu Frelsið („Die Freiheit“), stofnun óháðra jafnaðarmanna. Frá 1924 til stjórn Adolfs Hitlers árið 1933 starfaði Hilferding sem varaþingmaður Reichstag, síðar flúði hann frá Þýskalandi vegna valdatöku Hitlers. Ári seinna samdi hann Pragávarpið fyrir útlæga þýska sósíalista.[4] Í ávarpinu var sett krafa um byltingarkenndar breytingar í þýsku samfélagi, markmið þess var að samþætta gagnrýnendur gamla sósíaldemókrataflokksins í Weimarlýðveldinu í sameiginlegu varnarvígi gegn Hitler. Við ritun stefnuskrárinnar þurfti Hilferding að sameina ólíkar skoðanir og markmið. Pragávarpið var prentað yfir 15.000 eintökum og var dreift leynilega á milli í Þýskalandi.[5]

Hilferding gaf út bækur sem bygðust á kenningum marxískrar hagfræði.[6] Hilferding gaf út sitt helsta verk Das Finanzkapital (1910). Hugmyndarfræði bókarinnar er hins vegar andstæðan við hugmyndafræði frjálshyggjunnar. "Fjármagnsféð vill ekki frelsi, það vill yfirráð. fjármagn tekur ekki tillit til sjálfstæði hins einstaka kapítalista heldur krefst hollustu hans. Markmið til að viðhalda og efla yfirburðastöðu sína þarf það ríki að tryggja sinn heimamarkað með verndartollastefnu og auðvelda landvinninga erlendra markaða."[7] Hilferding var einnig starfandi hjá Die Neue Zeit (1907-05) sem var þýskt sósíalískt tímarit frá Sósíaldemókrataflokksins í Þýskalandi, betur þekkt sem SPD (Sozialdemokratische Partei Deutschlands).[8]

Vladímír Lenín byggði kenningar sínar undir bók Hilferdings Das Finanzkapital (1910). Hugmyndafræði Leníns byggist á sósíalískri byltingu og upplýst af skilningi á kapítalisma í heimsvaldamynd sinni. Lenín skrifaði ritgerð árið 1916 um heimsvaldastefnu. Hann skilgreindi heimsvaldastefnu sem „kapítalisma á því þróunarstigi sem yfirráð einokunar og fjármálamagn hefur tekið á sig mynd þar sem útflutningur fjármagns hefur fengið mikilvægi, þar sem skipting heimsins eftir alþjóðlegum sjóðum er hafin og þar sem kapítalísk lönd hafa klárað að deila öllu landsvæði jarðar.“[9] einnig má nefna að nýlendustefnan og æðsta stig auðvaldsins byggir á kenningum Hilferding.

Fyrri heimsstyrjöldin og útlegð[breyta | breyta frumkóða]

Hilferding var á móti þáttöku Þýskalands í fyrri heimsstyrjöldinni[10] og mótfallinn stríðsskuldabréfum til að fjármagna stríðið. Eftir að stríðið hófst var Hilferding kvaddur í austurríska herinn og starfaði sem læknir á ítölsku vígstöðvunum.[11]

Þegar Hilferding flúði Þýskaland ásamt konu sinni, Rosu Hilferding, eftir valdatöku Hitlers fóru þau fyrst til Danmerkur, síðan Parísar og Zürich. Þau snéru síðan að lokum aftur til Parísar árið 1939. Þegar Frakkland féll í hendur nasista, flúðu hjónin með góðum árangri til Marseilles. Stuttu eftir flóttann til Marseilles var afhent Hilferding til Gestapo-lögreglunnar snemma árið 1941.

Um haustið árið 1941 kom í ljós að Rudolf Hilferding hafi verið pyntaður til dauða af fangavörðum Gestapo. Konan Hilferding, Rosa flutti til Boston eftir andlát eiginmanns hennar og starfaði þar sem læknir.[12]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Rudolf Hilferding“. Spartacus Educational. Sótt 11. október 2022.
 2. Arestis, Philip; Sawyer, Malcolm C. (1. janúar 2001). A Biographical Dictionary of Dissenting Economists (enska). Edward Elgar Publishing. ISBN 978-1-84376-139-6.
 3. Arturo Guillén (júlí 2012). „CONTRIBUTIONS OF RUDOLF HILFERDING TO AN UNDERSTANDING OF THE CURRENT GLOBAL ECONOMIC CRISIS“ (PDF).
 4. 4,0 4,1 „Rudolf Hilferding | German finance minister | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 2. nóvember 2022.
 5. 5,0 5,1 „German Resistance Memorial Center - Biographie“. www.gdw-berlin.de. Sótt 2. nóvember 2022.
 6. „Rudolf Hilferding“. Spartacus Educational. Sótt 3. nóvember 2022.
 7. „Rudolf Hilferding, Finance Capital (1910)“. www.panarchy.org. Sótt 2. nóvember 2022.
 8. „Rudolf Hilferding“. Spartacus Educational. Sótt 3. nóvember 2022.
 9. Lane, David (2021-05). „V.I. Lenin's Theory of Socialist Revolution“. Critical Sociology (enska). 47 (3): 455–473. doi:10.1177/0896920520958451. ISSN 0896-9205.
 10. „Rudolf Hilferding“. Spartacus Educational. Sótt 3. nóvember 2022.
 11. „Greatest undefined Economists Of All Time“. pantheon.world (canon). Sótt 11. október 2022.
 12. „#TBT: Rosa Hilferding's Haunted Gaze“. The Forward (enska). 7. ágúst 2014. Sótt 3. nóvember 2022.