Þar sem djöflaeyjan rís
Útlit
Þar sem Djöflaeyjan rís er skáldsaga eftir Einar Kárason sem kom fyrst út 1983 og fjallar um líf fjölskyldu sem býr í braggahverfi á Íslandi á umrótstímum fyrstu áranna eftir Síðari heimsstyrjöldina. Bókin er fyrsti hlutinn af þríleik sem stundum hefur verið kallaður Eyjabækurnar. Sjálfstætt framhald hennar kom út í bókunum Gulleyjan (1985) og Fyrirheitna landið (1989).
Friðrik Þór Friðriksson gerði samnefnda kvikmynd eftir sögunni árið 1996.