Fara í innihald

Sigurborg Stefánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurborg Stefánsdóttir (f. 28. janúar 1959) er íslensk myndlistarkona. Hún fæst jöfnum höndum við bókverkagerð og málun. Sigurborg nam myndlist við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn (Skolen for Brugskunst - Danmarks designskole, nú KADK) árin 1982-1987 og útskrifaðist frá teikni og grafíkdeild skólans, eftir m.a eitt ár við textíldeild skólans.[1][2] Auk þess hefur hún tekið þátt í ýmsum námskeiðum m.a. í Bandaríkjunum, Japan og Mexíkó. Hún starfaði um árabil sem kennari við Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en vinnur nú eingöngu að eigin myndlist. Hún hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og takið þátt í fjölmörgum samsýningum, víða um heim.

Árið 1996 gaf Sigurborg út ásamt Áslaugu Jónsdóttur barnabókina Prakkarasaga.[3] Sigurborg myndskreytti barnabók Einars Kárasonar frá árinu 1999, Litla systir og dvergarnir sjö.[4] Sigurborg myndskreytti íslensku þjóðsöguna Grautardalls sögu árið 2004 sem Hildur Hermóðsdóttir endursagði.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sigurborg Stefánsdóttir | Artótek“. www.artotek.is. Sótt 18. október 2023.
  2. „Vera - 6. tölublað (01.12.1990) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18. október 2023.
  3. „Prakkarasaga | Bókmenntaborgin“. bokmenntaborgin.is. Sótt 28. ágúst 2024.
  4. „Litla systir og dvergarnir sjö | Bókmenntaborgin“. bokmenntaborgin.is. Sótt 18. október 2023.
  5. „https://hr.leitir.is/discovery/fulldisplay?&context=L&vid=354ILC_ALM:01907&search_scope=01907_MYLIB&tab=MyLibrary&docid=alma990008385190106893“. hr.leitir.is (enska). Sótt 28. ágúst 2024.