Eðalþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eðalþinur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. procera

Tvínefni
Abies procera
Rehder
Náttúruleg útbreiðsla Abies procera
Náttúruleg útbreiðsla Abies procera
Samheiti
  • Abies nobilis (Douglas ex D.Don) Lindl. nom. illeg.
  • Picea nobilis (Douglas ex D.Don) Loudon
  • Pseudotsuga nobilis (Douglas ex D.Don) W.R.McNab

Abies procera, Eðalþinur,[2] erlendis kallaður noble fir, red fir[2] og Christmastree,[2] er þinur ættaður úr vesturhluta Norður Ameríku, Fossafjöllum og Kyrrahafsstrandfjöllum lengst í norðvestur-Kalifornía og vestur-Oregon og Washington í Bandaríkjunum. Þetta er háfjallategund, kemur yfirleitt fyrir í 300 til 1500 metra hæð, einstöku sinnum upp í trjálínu.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Abies procera er stórt sígrænt tré, allt að 40 til 70 metra hátt og með stofnþvermál að 2 metrum, sjaldan 90 metra hátt og 2.7 í stofnþvermál,[3] með mjóa keilulaga krónu. Börkurinn á ungum trjám er sléttur og grár með kvoðublöðrum, og verður rauðbrúnn, hrjúfur og sprunginn á gömlum trjám. Barrið er nálarlaga, 1 til 3.5 sm langt, dökkblágrænt að ofan og að neðan með áberandi loftaugarákum, og með snubbóttum til sýlds enda. Það er í spíral eftir sprotanum, en undið lítillega (s-lögun) til að vera uppsveigt ofan við sprotann. Könglarnir eru uppréttir, 11 til 22 sm langir, með purpuralitað köngulhreistrið nær alveg falið á bak við langar, gulgrænar útstæðar hreisturblöðkurnar; verða brúnar við þroska og sundrast til að losa vængjuð fræin að hausti.

Abies procera er náskyldur Rauðþin (Abies magnifica), sem tekur við honum lengra suðaustur syðst í Oregon og Kaliforníu, eru þeir best greindir á því að barrið er með gróp eftir miðstrengnum ofan á; rauðþinur hefur þetta ekki. Rauðþinur hefur einnig tilhneigingu að vera með gisnara barr, með sprotann vel sýnilegan, þar sem sprotinn er að mestu falinn undir barrinu á eðalþini. Könglar rauðþins eru yfirleitt með styttri stoðblöðkur, nema hjá Abies magnifica var. shastensis; þetta afbrigði er talið af sumum grasafræðingum vera blendingur milli tegundanna.

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Eðalþinur er vinsælt jólatré. Viðurinn er notaður í byggingariðnaði og pappírsframleiðslu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Farjon, A. (2013). Abies procera. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42296A2970458. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42296A2970458.en. Sótt 12. nóvember 2021.
  2. 2,0 2,1 2,2 „USDA GRIN Taxonomy“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 16. janúar 2017.
  3. „Gymnosperm Database - Abies procera. Sótt 6. september 2013.

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.