Fara í innihald

Dóná

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir farveg Dónár.

Dóná (eða Dyná) (þýska Donau, slóvakíska Dunaj, ungverska Duna, króatíska Dunav, búlgarska og serbneska Дунав, úkraínska Дунай) er næstlengsta fljót Evrópu á eftir Volgu.

Upptök fljótsins eru í Svartaskógi í Suður-Þýskalandi, þar sem árnar Brigach og Breg koma saman við Donaueschingen, og rennur Dóná í suðaustur eina 2850 km leið að Svartahafi um Dónárósa í Rúmeníu.

Dóná er mikilvæg siglingaleið og myndaði lengst af landamæri Rómaveldis til norðurs og austurs. Áin rennur meðfram eða gegnum tíu ríki: Þýskaland, Austurríki, Slóvakíu, Ungverjaland, Króatíu, Serbíu, Búlgaríu, Rúmeníu, Moldóvu og Úkraínu. Áin rennur meðal annars í gegnum þessar borgir:

¨

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.