Droupadi Murmu
Droupadi Murmu | |
---|---|
Forseti Indlands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 25. júlí 2022 | |
Forsætisráðherra | Narendra Modi |
Varaforseti | Venkaiah Naidu Jagdeep Dhankhar |
Forveri | Ram Nath Kovind |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 20. júní 1958 Uparbeda Mayurbhanj, Orissa, Indlandi |
Stjórnmálaflokkur | Bharatiya Janata-flokkurinn |
Maki | Shyam Chandra Murmu (g. 1976; d. 2014) |
Börn | 3 (2 látin) |
Háskóli | Rama Devi-kvennaháskólinn |
Droupadi Murmu (f. 20. júní 1958) er indversk stjórnmálakona sem er núverandi forseti Indlands. Hún er meðlimur í Bharatiya Janata-flokknum.[1] Hún er fyrsta manneskjan úr ættbálkasamfélagi Indlands sem nær kjöri til embættis forseta landins. Murmu var áður fylkisstjóri Jharkhand frá 2015 til 2021 og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn Odisha frá 2000 til 2004.[2]
Áður en Murmu hóf feril í stjórnmálum var hún aðstoðarmaður í áveitu- og orkudeild ríkisins frá 1979 til 1983 og vann síðan sem kennari við Sri Aurobindo-menntunarmiðstöðina í Rairangpur til ársins 1997. Murmu var kjörin forseti Indlands í júlí árið 2022. Hún er fyrsti forseti landsins sem fæddist eftir sjálfstæði Indlands, fyrsti forsetinn úr ættbálkasamfélaginu og annar kvenforseti landsins.[2]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Droupadi Murmu er komin af fjölskyldu úr Santal-þjóðflokknum og fæddist þann 20. júní 1958 í Rairangpur í Mayurbhanj-sýslunni í Odisha.[3] Faðir hennar og afi voru hefðbundnir leiðtogar í þorpsráðinu. Murmu er útskrifuð úr listnámi við Rama Devi-kvennaháskólann.[4]
Murmu giftist bankamanninum Shyam Charan Murmu, sem lést árið 2014. Hjónin eignuðust tvo syni sem létust báðir á undan Murmu, og dótturina Itishri Murmu. Á sjö ára tímabili, frá 2009 til 2015, missti Murmu eiginmann sinn, tvo syni, móður sína og bróður.[5][6] Hún er meðlimur í andlegu hreyfingunni Brahma Kumaris.[7]
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Droupadi Murmu vann sem varaaðstoðarmaður í áveitustofnun fylkisstjórnar Odisha frá 1979 til 1983. Hún vann síðan sem kennari við Sri Aurobindo-grunnmenntunarmiðstöðina í Rairangpur og kenndi þar hindí, oríja, stærðfræði og landafræði.[8][4]
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Droupadi Murmu gekk í Bharatiya Janata-flokkinn (BJP) í Rairangpur. Árið 1997 var hún kjörin sem fulltrúi í sveitarstjórn (Nagar Panchayat) Rairangpur.[8][4]
Þegar BJP myndaði samsteypustjórn ásamt floknum Biju Janata Dal (BJD) í Odisha var Murmu gerð fylkisráðherra. Hún fór með stjórn verslunar- og samgöngumála frá 6. mars 2000 til 6. ágúst 2002 og útgerðar- og dýramála frá 6. ágúst 2002 til 16. maí 2004.[4]
Árið 2009 tapaði Murmu kjöri á neðri deild indverska þingsins (Lok Sabha) í Mayurbhanj-kjördæminu þar sem flosnað hafði upp úr bandalagi BJD og BJP.[4]
Fylkisstjóri Jharkhand
[breyta | breyta frumkóða]Murmu sór embættiseið sem fylkisstjóri Jharkhand þann 18. maí árið 2015 og varð þá fyrst kvenna til að gegna því embætti.[9] Bharatiya Janata-flokkurinn fór með stjórn í Jharkhand mestallan þann tíma sem Murmu sat í fylkisstjóraembætti.[10]
Ratan Tirkey, aðgerðasinni og fyrrum stjórnmálamaður í BJP, sagði um Murmu að hún hefði ekki gert nóg til að tryggja að réttur ættbálkasamfélaganna í Jharkand til sjálfsstjórnar væri virtur. Þessi réttindi eru lögfest samkvæmt fimmta áætlanadálki stjórnarskrár Indlands og löggjöf frá árinu 1996 sem útvíkkaði sjálfsstjórnarsvæði ættbálkanna. Tirkey sagði um Murmu: „Þrátt fyrir margar beiðnir beitti þáverandi fylkisstjóri aldrei valdi sínu til að framfylgja skilmálum fimmta áætlanadálksins og löggjafarinnar frá 1996, hvorki í orði kveðnu né samkvæmt efni þeirra.“[10]
Sex ára kjörtímabil Murmu sem fylkisstjóra Jharkhand hófst í maí 2015 og lauk í júlí 2021.[4]
Forsetaframboð 2022
[breyta | breyta frumkóða]Í júní árið 2022 útnefndi BJP Murmu sem frambjóðanda kosningabandalags þeirra, Þjóðarlýðræðisbandalagsins, til embættis forseta Indlands í forsetakosningum sem fóru fram næsta mánuð. Yashwant Sinha var útnefndur forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðuflokkanna.[11] Murmu heimsótti ýmis fylki Indlands í kosningaherferð sinni til að vinna sér stuðning. Nokkrir stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal BJD, JMM, BSP, SS og fleiri lýstu yfir stuðning við framboð hennar áður en kosningarnar fóru fram.[12][13] Þann 21. júlí 2022 tryggði Murmu sér skýran meirihluta í kosningunum og vann sigur gegn Yashwant Sinha með 676.803 kjörmannaatkvæðum (64,03% heildaratkvæðanna) í 21 af 28 fylkjum Indlands (þar á meðal alríkishéraðinu Puducherry). Hún var þannig kjörin fimmtándi forseti Indlands.[14]
Murmu tók við forsetaembættinu þann 25. júlí 2022. Hún verður svarin í embætti í þinghúsinu í Nýju Delí af forseta hæstaréttar Indlands, NV Ramana.[15] Murmu er fyrsta manneskjan frá Odisha og önnur konan á eftir Pratibhu Patil til að gegna forsetaembætti Indlands. Hún verður jafnframt fyrsta manneskjan úr indverska ættbálkasamfélaginu til að gegna embættinu.[16][17] Hún er yngsta manneskjan í embættinu og fyrsti forseti landsins sem er fæddur eftir sjálfstæði landsins.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Droupadi Murmu, Former Jharkhand Governor, Is BJP's Choice For President“. NDTV.com. Sótt 21. júní 2022.
- ↑ 2,0 2,1 „Droupadi Murmu: India's Youngest President and First to be Born After Independence“. MSN (Indian English). Sótt 21. júlí 2022.
- ↑ „Droupadi Murmu may soon be the President of India: Know all about her“. India Today. New Delhi. 15. júní 2017. Sótt 20. júlí 2022.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 4,5 4,6 „The Sunday Profile | Droupadi Murmu: Raisina Calling“. The Indian Express (enska). 22. júlí 2022. Sótt 22. júlí 2022.
- ↑ „Who is Droupadi Murmu?“. The Indian Express (enska). 13. júní 2017. Sótt 22. júní 2022.
- ↑ „Droupadi Murmu is India's Youngest, First Tribal President“.
- ↑ „How Droupadi Murmu dealt with personal tragedies“. TheWeek.
- ↑ 8,0 8,1 „Profile:The importance of being Droupadi Murmu“. The Hindu.
- ↑ „Droupadi Murmu sworn in as first woman Governor of Jharkhand-I News – IBNLive Mobile“. IBN Live. 18. maí 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 nóvember 2022. Sótt 18. maí 2015.
- ↑ 10,0 10,1 „Tribal activists expect Droupadi Murmu to be assertive as President“. www.telegraphindia.com. 23. júní 2022. Sótt 21. júlí 2022.
- ↑ „India: BJP backs tribal politician Draupadi Murmu for president against former ally | DW | 18.07.2022“. Deutsche Welle. Sótt 22. júlí 2022.
- ↑ „Droupadi Murmu to visit Karnataka today, seek support for presidential polls“. Hindustan Times (enska). 10. júlí 2022. Sótt 19. júlí 2022.
- ↑ „Murmu to visit Kolkata today to seek support“. The Indian Express (enska). 9. júlí 2022. Sótt 19. júlí 2022.
- ↑ „Presidential Election 2022 Result Live Updates: Droupadi Murmu makes history, becomes India's first tribal woman President“. The Indian Express (enska). 21. júlí 2022. Sótt 21. júlí 2022.
- ↑ „All About The New President Of India: Draupadi Murmu » Market Place“. Market Place (bandarísk enska). 19. júlí 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2022. Sótt 22. júlí 2022.
- ↑ „Will Droupadi Murmu Remain a BJP Electoral Ploy or Help Unseen Adivasis Be Seen at Last?“. The Wire. 22. júlí 2022. Sótt 22. júlí 2022.
- ↑ „Explained: 5 things to know about Droupadi Murmu, President of India“. The Indian Express (enska). 22. júlí 2022. Sótt 22. júlí 2022.
Fyrirrennari: Ram Nath Kovind |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |