Fara í innihald

Dropbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dropbox er vefþjónusta þar sem hægt er að hlaða inn skrár og deila þeim með öðrum. Dropbox er svokölluð skráarhýsingarþjónusta sem býður líka upp á skráargeymslu í skýinu, skráarsamstillingu og forrit fyrir notandann. Þjónustan gerir manni kleift að búa til sérstaka möppu á tölvu sem verður þá samanstillt við skýið þannig að mappan innihaldi sömu skrár á hvaða tölvu sem er. Skrár sem settar eru í þessa möppu má líka skoða á vefsíðu og í snjallsímum og á spjaldtölvum. Forritið fæst á mörgum stýrikerfum, meðal annars Microsoft Windows, Mac OS X, Linux, Android, iOS og BlackBerry.

Fyrirtækið Dropbox var stofnað árið 2007 af tveimur útskriftarnemum við MIT í Bandaríkjunum.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.