Fara í innihald

Drake (tónlistarmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drake
Drake, á sviðinu, heldur á hljóðnema og snýr fram
Drake árið 2016
Fæddur
Aubrey Drake Graham

24. október 1986 (1986-10-24) (37 ára)
Torontó, Ontario, Kanada
Ríkisfang
  • Kanada
  • Bandaríkin
Störf
  • Rappari
  • söngvari
  • lagasmiður
  • athafnamaður
  • leikari
Ár virkur2001–
Börn1
Ættingjar
Tónlistarferill
Stefnur
Útgefandi
Vefsíðadrakerelated.com

Aubrey Drake Graham (f. 24. október 1986), betur þekktur aðeins sem Drake, er kanadískur rappari, söngvari og leikari. Hann er mikill áhrifamaður varðandi nútímatónlist og hefur hlotið viðurkenningu fyrir að auka hylli takts og trega. Hann er einnig oft talinn meðal bestu rappara nú um stundir. Hann náði frægð er hann tók sér hlutverk Jimmy Brooks í unglingaþáttaröð CTV Degrassi: The Next Generation, en hann hóf tónlistarferil sinn með útgáfu blandspólunnar Room for Improvement árið 2006, sem var frumraun hans. Í framhaldinu gaf hann út blandspólurnar Comeback Season og So Far Gone (2009) áður en hann samdi við Young Money Entertainment.

Fyrstu þrjár skífur hans Drake, Thank Me Later (2010), Take Care (2011) og Nothing Was the Same (2013) voru hver um sig í efsta sæti Billboard 200-listans við útgáfu sína og gátu af sér topplög á Billboard Hot 100-vinsældarlistanum yfir smáskífur „Find Your Love“, „Take Care“ (ásamt Rihanna), „Started from the Bottom“, og „Hold On, We're Going Home“ (ásamt Majid Jordan).[1] Fjórða skífan hans Views (2016) var í efsta sæti Billboard 200-listans í 13 vikur og í henni voru lögin „Hotline Bling“ og bandaríska topplagið „One Dance“ (ásamt WizKid og Kyla), sem hefur fengið viðurkenningu fyrir að hafa hjálpað til við að auka vinsældir dancehall-tónlistarstíls og afríkufönks í bandarískri nútímatónlist.[2][3] Í framhaldinu af útgáfu Views kom Scorpion út árið 2018, þar sem þrjú lög í skífunni slefuðu upp í fyrsta sæti bandaríska vinsældarlistans: „God's Plan“, „Nice for What“, og „In My Feelings“. Sjötta skífan hans Certified Lover Boy (2021) sló þáverandi met, sem var 9, yfir flest lög af sömu breiðskífu á bandaríska Billboard topp tíu-listanum, með helstu smáskífunni „Way 2 Sexy“ (ásamt Future og Young Thug) sem slefaði fyrsta sæti vinsældarlistans. Árið 2022 gaf hann út skífu sína innblásna af hústónlist Honestly, Nevermind og skífu hans í samstarfi við 21 Savage, Her Loss, sem gat af sér topplagið í útgáfu smáskífu „Jimmy Cooks“. Áttunda skífa hans, For All the Dogs (2023), var með tólfta og þrettánda topplagið hans, „Slime You Out“ (ásamt SZA) og „First Person Shooter“ (ásamt J. Cole). Árið 2024 átti Drake í mikilli opinberri rimmu við Kendrick Lamar og gaf út lagið „Family Matters“, svokallað diss-lag þar sem Drake úthúðar honum Kendrick.[4]

Drake er meðal söluhæstu tónlistarmanna heims, með yfir 170 milljónir seldra eintaka, og er á listanum sem mest vottaði listamaður varðandi stafrænar smáskífur í Bandaríkjunum af Recording Industry Association of America (RIAA). Hann hefur unnið fimm Grammy-verðlaun, sex American Music-verðlaun, 39 Billboard Music-verðlaun, tvö Brit-verðlaun og þrjú Juno-verðlaun. Hann hefur náð 13 topplögum á Billboard Hot 100, sem er sameiginlegt met fyrir flest topplög af karlkyns sóló-listamanni (sem Michael Jackson á einnig).[5] Drake á enn fleiri Hot 100-met, þar á meðal flestar smáskífur í efstu tíu sætum listans (78) og flest lög á vinsældarlistanum (338). Árin 2018-2023 átti Drake metið yfir flest lög samtímis á vinsældarlista á einni viku (27), flestar Hot 100-frumraunir á einni viku (22); og átti lengsta samfellda tíma á Hot 100 (431 vikur).[a] Hann er auk þess með flest topplög í formi smáskífu á R&B/Hip-Hop Airplay-, Hot R&B/Hip-Hop Songs-, Hot Rap Songs- og Rhythmic Airplay-vinsældarlistunum.

  1. Þetta undanskilur framkomu hans á toppskífunni „Sicko Mode“ sem hann fékk ekki formlega viðurkenningu fyrir.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. XXL Staff (24. september 2018). „How 'Nothing Was the Same' Made Drake the Face of Hip-Hop – XXL“. XXL Mag (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 16. maí 2022. Sótt 28. maí 2022.
  2. „How Afrobeats Is Influencing American Pop Music, According to Producer P2J“. Complex (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2019. Sótt 25. ágúst 2019.
  3. Ellis-Petersen, Hannah (5. september 2016). „Sean Paul: 'Drake and Bieber do dancehall but don't credit where it came from'. The Guardian. ISSN 0261-3077. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2021. Sótt 28. desember 2016.
  4. Kristjánsdóttir, Lovísa Rut; Bjarkason, Atli Fannar (16. maí 2024). „Allt á suðupunkti í rappheiminum - RÚV.is“. RÚV. Sótt 15. september 2024.
  5. Hussey, Allison; Lindert, Hattie (16. október 2023). „Drake Gets No. 1 Album and Single, Tying Michael Jackson for Billboard Hot 100 Record“. Pitchfork. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2023. Sótt 21. október 2023.