Fara í innihald

Kendrick Lamar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kendrick Lamar
Lamar í kjólskyrtu og með áberandi málmhálsmen og lítur til hægri og brosir.
Lamar á Pulitzer-verðlaununum árið 2018
Fæddur
Kendrick Lamar Duckworth

17. júní 1987 (1987-06-17) (37 ára)
Compton, Kaliforníu, Bandaríkjunum
MenntunCentennial High School
Störf
  • Rappari
  • lagahöfundur
  • kvikmyndagerðarmaður
  • athafnamaður
  • velgerðarmaður
Ár virkur2003–
StofnunPGLang
MakiWhitney Alford (trúl. 2015)
Börn2
Ættingjar
Tónlistarferill
Stefnur
Útgefandi
Áður meðlimur íBlack Hippy
Vefsíðaoklama.com

Kendrick Lamar Duckworth (f. 17. júní 1987) er bandarískur rappari og lagahöfundur. Hann er talinn einn áhrifamesti hipphopp-tónlistarmaður sinnar kynslóðar og oft talinn meðal bestu rappara nú um stundir. Hann er meðal annars þekktur fyrir tæknilega listsköpun sína og flókna lagasmíði. Hann hlaut Pulitzer-tónlistarverðlaunin árið 2018 og varð þar með fyrsti tónlistarmaðurinn utan klassísku og djasstónlistarinnar til að hljóta þau.

Lamar hefur hlotið ýmis verðalun á ferlinum, þar á meðal ein Primetime Emmy-verðlaun, ein Brit-verðlaun, fern American Music-verðlaun, sex Billboard Music-verðlaun, 11 MTV myndbandstónlistarverðlaun (þar á meðal tvö verðlaun fyrir myndband ársins), 17 Grammy-verðlaun (þriðja flestar Grammy-tilnefningar sem rappari hefur hlotið), og 29 BET Hip Hop verðlaun (flest sem listamaður hefur unnið). Time setti hann á lista yfir 100 áhrifamestu mönnum heims árið 2016. Tvær af tónleikaferðum hans, Damn Tour (2017–2018) og Big Steppers Tour (2022–2024), eru meðal tekjuhæstu tónleikaferða rappara sögunnar. Þrjú verka hans voru á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma árið 2020. Utan tónlistar stofnaði Lamar fyrirtækið PGLang og hóf kvikmyndagerð ásamt félaga sínum, Dave Free.