Gengis Kan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Djengis Kan)
Stökkva á: flakk, leita
Gengis Kan á kínverskri mynd.

Upphaf Gengis Kan[breyta | breyta frumkóða]

Gengis Kan fæddist um árið 1162 í Mið-Mongólíu. Í fyrstu bar hann nafnið Temujin. Hann var hluti af ættbálk sem rak ættir sínar til Khabul Kaan sem hafði eitt sinn sameinað Mongólíu á móti kínverska Jin Keisaraveldinu. Hann var sonur höfðingja ættbálksins. Samkvæmt fornsögum Mongóla á Temujin að hafa fæðst með blóðklút í hendinni sem boðaði að hann myndi verða mikil leiðtogi. Móðir hans ól hann upp með því markmiði að hann skildi hversu mikilvægt væri að Mongólar myndu standa saman. Þegar Gengis var níu ára var faðir hans myrtur og átti þá Gengis að taka við af honum sem leiðtogi en ættflokkurinn neitaði að fylgja svo ungum dreng. Þegar Gengis var 16 ára giftist hann fyrstu konu sinni Borte. Með þessu hjónabandi sameinaðist ætt hans og önnur ætt sem hét Konkriat. Gengis eignast son sem fékk nafnið Jochi en allt í allt eignaðist hann fjóra syni. Um árið 1200 hafðist Gengis handa við að byggja upp veldi sitt og réðst  fyrst á Tatara. Gengis átti í byrjun erfitt með að vinna með öðrum ættum og endaði oftast á því að drepa leiðtoga þeirra til að geta sameinað þá undir sinni stjórn. Á nokkrum árum sameinaði hann þó alla ættbálka Mongóla undir sína stjórn. Það var þá sem hann tók upp nafnið Gengish Kan.[1]

Heimsveldið verður til[breyta | breyta frumkóða]

Á árunum eftir að hafa tekið yfir Mongólíu hóf hann allsherjar stríð gegn Jin ættinni og hertók höfuðborg þeirra Zhongdu árið 1215. Eftir sigur hans hélt hann áfram að stækka veldi sitt. Um árið 1219 bættist það landsvæði við sem í dag er Túrkmenistan og Afganistan. Gengis Kan er sagður hafa haft yfirburða hæfileika í hernaði. Herir Kans voru fámennari en flestir herir sem hann mætti en skort á mannafla bætti hann upp með skipulagi og hörku.[2]

Skipulag Heimveldisins[breyta | breyta frumkóða]

Gengis Kan var skynsamur að því leyti að hann kunni að meta hæfileika handverksmanna og smiða og var þeim hlíft ef þeir vildu ganga í lið með honum. Með þessu gat hann haldið við herflokkum sínum og þeir stækkuðu. Á hinn bóginn skipaði hann stjórnmálamönnum og aðlinum sem og öðrum sem teknir voru til fanga að berjast í fremstu víglínu. Talið er að í her Gengis Kans hafi verið um 200,000 menn þegar mest var.

Gengis Kan byggði líka upp nýtt stjórnkerfi sem gerði Mongólíu kleift að stjórna heimsveldi en áður hafði samfélagið verið stjórnað af foringjum hvers ættbálks fyrir sig. Í þessu nýja kerfi var mikil áhersla lögð á lagasetningu og skipulagt dómskerfi.[3]

Dauði Gengisar Kans[breyta | breyta frumkóða]

Gengis Kan náði háum aldri á þess tíma mælikvarða og er talið að hann hafi dáið um sextugt. Árið 1227 barði hann niður  uppreis í kínverska konungsveldinu Xi Xia og lést hann þar. Talið er að hann hafi látist vegna áverka sem hann hlaut við að detta af hestbaki. Síðasta skipun Gengisar Kans var að útrýma Xi Xia ættinni og jafna borg þeira við jörðu. Veldi Mongóla hélt áfram að stækka eftir lát Gengis Kan.[4]


[ÓHN1]Máa íhuga að sleppa – kemur málinu ekki við

Sögulegt ágrip[breyta | breyta frumkóða]

 • u.þ.b. 1155-1167 - Temüjin fæddur í Hentiy í Mongólíu.
 • u.þ.b. 1171 - Tatarar eitra fyrir föður Temüjins, fjölskylda hans býr við örbirgð
 • u.þ.b. 1184 - Borte, konu Temüjins, rænt. Bræður hans hjálpa honum við að endurheimta hana.
 • u.þ.b. 1185 - Fyrsti sonurinn Jochi fæddur.
 • 1190' - Temüjin gengur til liðs við mongólska þjóðflokka og verður leiðtogi þeirra, kemur á Yassa löggjöf.
 • 1201 - Ber sigurorð af Jamuqa Jadaran.
 • 1202 - Gerður að ríkisarfa Ong Khan eftir árangursríka baráttu við Tatara.
 • 1203 - Sigrar Keraits.
 • 1204 - Sigrar Naimans (sameinar þjóðflokkana sem Mongóla).
 • 1206 - Temüjin nefndur Genghis Khan af fylgismönnum hans í Kurultai.
 • 1207-1210 - Genghis herjar á vesturhluta Xia veldisins, í norðvestur Kína og Tíbet. Því til viðbótar gangast Uyghurar honum á hönd.
 • 1211 - Genghis leggur til atlögu við Jin veldi sem stýrði norður Kína.
 • 1219-1222 - Sigrar Khwarezmid veldið í Persíu.
 • 1226 - Herjar öðru sinni á vestur hluta Xia veldisins.
 • 1227 - Genghis Khan deyr vesturhluta Xia.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 1. „Genghis Khan, Founder of Mongol Empire: Facts & Biography“,
 2. „GENGHIS KHAN“,
 3. „GENGHIS KHAN“,
 4. „Genghis Khan dies“,