Ögedei Khan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ögedei Khan.

Ögedei Khan (1185-1241) var þriðji sonur Djengis Khan. Hann varð höfðingi Mongólaveldisins árið 1229 og sá fyrsti sem notaði titil stórkan (khagan).

Mongólaveldið stækkaði á valdatíma hans og nýja höfuðborgin Karakorum var stofnuð við ána Orhon. Í austri réðst hann á Jin-veldið og í vestri á núverandi Írak, Íran og Rússland. Árið 1241 náðu Mongólar yfirráðum yfir Ungverjalandi og Adríahafi. Þegar Ögedei lést var frekari árásum á Evrópu hætt. Ekkja hans Töregene stjórnaði til 1246.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Britannica