Dexippos (heimspekingur)
Útlit
Dexippos (Δέξιππος; uppi um 350) var forngrískur heimspekingur og nemandi nýplatonistans Jamblikkosar. Dexippos samdi skýringarrit um ritverk Platons og Aristótelesar. Eitt þeirra er varðveitt, um Umsagnir Aristótelesar.
