Fara í innihald

Antíokkos frá Askalon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Antíokkos frá Askalon (Άντίοχος ὁ Ἀσκαλώνιος) (um 130 f.Kr. – um 68 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur og platonisti og höfuð Akademíunnar. Hann var nemandi Fílons frá Larissu við Akademíuna en vék frá efahyggju þeirri sem Fílon kenndi og innleiddi að nýju hefðbundnari platonisma. Hann reyndi þó einnig að sætta ýmsar af kenningum stóumanna og aristótelískrar heimspeki við kenningar platonismans. Með honum hófst tímabil hins svonefnda mið-platonisma.

Antíokkos var einn af kennurum rómverska stjórnmálamannsins og heimspekingsins Ciceros.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist heimspeki og fornfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.