Fara í innihald

Ammoníos Sakkas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ammoníos Sakkas (3. öld) var forngrískur heimspekingur frá Alexandría. Hann var kennari Plótínosar og er stundum talinn vera upphafsmaður nýplatonismans. Allt sem vitað er um ævi hans og kenningar er komið út broti eftir Porfyríos sem Evsebíos og Híerónýmus vitna í.

Hann mun hafa verið af fátæku fólki kominn. Sagan hermir að hann hafi unnið fyrir sér sem burðarmaður á höfninni í Alexandríu og hafi þess vegna hlotið viðurnefnið „sekkberi“ (sakkas stytting á sakkoforos).

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.