Denys Sjmyhal
Denys Sjmyhal | |
---|---|
Денис Шмигаль | |
Forsætisráðherra Úkraínu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 4. mars 2020 | |
Forseti | Volodymyr Zelenskyj |
Forveri | Oleksíj Hontsjarúk |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 15. október 1975 Lvív, úkraínska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum (nú Úkraínu) |
Þjóðerni | Úkraínskur |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundinn |
Maki | Kateryna Sjmyhal |
Börn | 2 |
Háskóli | Tækniháskólinn í Lviv |
Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal (úkraínska: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)[1] er úkraínskur stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið forsætisráðherra Úkraínu frá árinu 2020.[2] Hann var áður sveitarstjóri í Ívano-Frankívskfylki.[3] Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum í landinu og við innrás Rússa frá árinu 2022.[4]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Denys Sjmyhal útskrifaðist frá Tækniháskólanum í Lvív árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.[5] Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.[6] Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.[6] Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.[6] Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.[6]
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í Lvívfylki frá árinu 2009 til ársins 2013.[6] Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.[1][6] Þar kynntist hann og vann með Oleh Nemtsjínov, sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.[7] Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.[6] Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.[6]
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.[6]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.[6][2] Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.[2]
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri Burshtyn TES, sem er stærsta raforkufyrirtækið í Ívano-Frankívsk og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu Rínats Akhmetov.[8][9][10]
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem sveitarstjóri Ívano-Frankívskfylkis.[3]
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.[11] Hann tók síðan við af Oleksíj Hontsjarúk sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.[12]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.[6] Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Голова обласної державної адміністрації“. www.if.gov.ua (úkraínska). Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2019. Sótt 24. júlí 2022.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 „Шмигаль Денис Анатолійович“. dovidka.com.ua (úkraínska). Sótt 24. júlí 2022.
- ↑ 3,0 3,1 „УКАЗ ПРЕЗИДЕНТА УКРАЇНИ №574/2019“. Heimasíða úkraínska forsetaembættisins (úkraínska). Sótt 17. janúar 2020.
- ↑ „Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt“. www.ukrinform.de (þýska). Sótt 5. mars 2020.
- ↑ „Шмигаль Денис Анатолійович“. slovoidilo.ua (úkraínska). Sótt 17. janúar 2020.
- ↑ 6,00 6,01 6,02 6,03 6,04 6,05 6,06 6,07 6,08 6,09 6,10 6,11 Stutt æviágrip Denys Shmyhal, LIGA
- ↑ „Шмигаль і "його" команда. Як працює другий уряд Зеленського“. Ukrayinska Pravda (úkraínska). Sótt 25. maí 2020.
- ↑ „Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука“. BBC. 3. mars 2020. Sótt 21. mars 2020.
- ↑ „Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration“. opinionua.com. 6. júlí 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2019. Sótt 17. janúar 2020.
- ↑ Боднар, Наталя (Bodnar, Natalia) (5. mars 2020). „Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо“. 24 Kanal (úkraínska). Sótt 21. mars 2020.
- ↑ Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development, UNIAN (4. febrúar 2020)
- ↑ „Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister“. Financial Times. Sótt 4. mars 2020.(áskriftar þörf)
Fyrirrennari: Oleksíj Hontsjarúk |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |