Fara í innihald

Claudia Sheinbaum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Claudia Sheinbaum
Sheinbaum árið 2024.
Forseti Mexíkó
(kjörin)
Tekur við embætti
1. október 2024
ForveriAndrés Manuel López Obrador
Persónulegar upplýsingar
Fædd24. júní 1962 (1962-06-24) (61 árs)
Mexíkóborg, Mexíkó
StjórnmálaflokkurMorena
MakiCarlos Ímaz Gispert (g. 1987; sk. 2016)
Jesús María Tarriba (g. 2023)
Börn2
Undirskrift

Claudia Sheinbaum Pardo (f. 24. júní 1962) er mexíkósk vísinda- og stjórnmálakona og verðandi forseti Mexíkó. Hún tekur við embætti þann 1. október næstkomandi. Sheinbaum er meðlimur í vinstriflokknum Morena, flokki forvera síns í forsetaembætti, Andrés Manuel López Obrador. Hún verður bæði fyrsta konan og fyrsti Gyðingurinn til að gegna forsetaembætti í Mexíkó.

Sheinbaum var borgarstjóri Mexíkóborgar frá 2018 til 2023.[1] Hún er með doktorsgráðu í orkuverkfræði.[2]

Sheinbaum bauð sig fram í forsetakosningum Mexíkó árið 2024 með stuðningi fráfarandi forsetans Andrés Manuel López Obrador. Hún vann afgerandi sigur í kosningunum þann 3. júní með tæplega sextíu prósentum atkvæðannna.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sheinbaum fyrsti kvenforsetinn í Mexíkó“. mbl.is. 3. júní 2024. Sótt 3. júní 2024.
  2. Hólmfríður Gísladóttir (3. júní 2024). „Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða for­seti Mexíkó“. Vísir. Sótt 3. júní 2024.
  3. Markús Þ. Þórhallsson (3. júní 2024). „Claudia Sheinbaum kjörin fyrsti kvenforsetinn í skugga mikils ofbeldis“. RÚV. Sótt 3. júlí 2024.
  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.