Denali
Útlit
Denali, nefnt McKinley-fjall frá 1917 til 2015, er hæsta fjall Norður-Ameríku, 6.190 metrar á hæð. Það er í Alaska. Denali er fellingafjall og er í Alaskafjallgarðinum.
Nafn frumbyggja á fjallinu, „Denali“ (Það háa), var tekið upp opinberlega árið 2015. Áður fyrr var opinbert nafn fjallsins McKinley-fjall, en gullgrafari nokkur sem studdi William McKinley í framboði til forseta Bandaríkjanna 1896 gaf því nafn hans. Donald Trump hét því í undanfara bandarísku forsetakosninganna 2016 að breyta til baka nafni fjallsins en sem forseti lét hann aldrei verða af því. Í umhverfi fjallsins er þjóðgarðurinn Denali National Park and Preserve.