Christoph Daum
Christoph Paul Daum, fæddur 24 október árið 1953 í Oelsnitz, Erzgebirgskreis sem þá tilheyrði Austur-Þýskalandi, er þýskur knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður.
Christoph Daum varð frægur sem þjálfari þegar hann stýrði 1. FC Köln veturinn 1985/86. Á tíma hans í Köln tókst félaginu að ná 2.stæti deildarinnar nokkur ár í röð. 1990 var hann rekinn af stjórn Kölnar af óþekktum ástæðum. Eftir það tók hann við stórliði VfB Stuttgart og tókst honum að sigra Bundesliguna með þeim tímabilið 1991/92. Eftir það fór hann í nokkur ár til Tyrklands þangað til hann kom aftur til þýskalands árið 1996, í þetta skipti sem þjálfari hjá Bayer 04 Leverkusen.Og náði þar glæsilegum árangri og var með liðið í toppbaráttu öll árin.
Árið 2000 átti að ráð hann sem þjálfara Þýska landsliðsins. eftir Erich Ribbeck.Enn vegna þess að upp komst um Kókaínneyslu hans var ákvörðunuin tekin til baka. Upp komst um kókaínneyslu hanns eftir að hann hafði lent í orða rifrildi við Uli Hoeneß, þar sem Daum neytaði ásökunum Hoeneß, um að hann væri í kókaín neyslu, og bauðst sjálfur til að fara í próf til að skera úr um málið, á því prófi féll hann, fór í fangelsi, yfirgaf þýskaland, og hefur síðan verið þjálfari í Austuríki og Tyrklandi, þar sem hann hefur unnið marga titla..
Félög
[breyta | breyta frumkóða]- Sem leikmaður
- Eintracht Duisburg 1848 (1972–1975)
- 1. FC Köln (1975–1979)
- Sem Þjálfari
- 1. FC Köln (1986–1990)
- VfB Stuttgart (1990–1993)
- Þýskur Meistari 1992
- Beşiktaş JK (1994-1996)
- Bayer 04 Leverkusen (1996–2000)
- Beşiktaş JK (2001–2002)
- FK Austria Wien (2002–2003)
- Austurískur meistari 2003
- Fenerbahçe SK (2003–2006)
- Tyrkneskur meistari 2004 og 2005
- 1. FC Köln (2006–2009)
- Fenerbahçe SK (2009–2010)
- Eintracht Frankfurt (2011)
- Club Brugge KV (2011–2012)
- Bursaspor (2013-2014)
- Rúmenía(2016-2017)