Bryngranar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bryngranar
Tímabil steingervinga: Síð Paleósen - Nútími
Corydoras melanotaenia
Corydoras melanotaenia
Corydoras sterbai
Corydoras sterbai
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Granar (Siluriformes)
Einkennistegund
Corydoras geoffroy
Lacépède, 1803
Samheiti

Brochis Cope, 1871
Chaenothorax Cope, 1878
Cordorinus Rafinesque, 1815
Gastrodermus Cope, 1878
Hoplisoma Swainson, 1838
Microcorydoras Myers, 1953
Osteogaster Cope, 1894

Bryngranar (fræðiheiti: Corydoras) eru ættkvísl ferskvatnsgrana af ætt Callichthyidae og undirætt Corydoradinae. Heitið Corydoras kemur úr grísku; kory (hjálmur) og doras (húð). Tegundir sem hafa verið flokkaðar eru um 160 talsins og eru litaafbrigði sem og útlit fjölbreytt. Stærð er frá 2.5 til 12 sentimetra.

Útbreiðslusvæði bryngrana er í Suður-Ameríku, austur af Andesfjöllum til Atlantshafs; frá Trínidad og Tóbagó til Norður-Argentínu. Þeir lifa í torfum í lækjum, meðfram stærri ám, í mýrum og tjörnum. Meginfæða eru smá skordýr, skordýralirfur, grot og plöntur sem þeir finna á botninum. Undirtegundir bryngrana eru vinsælar hjá gæludýrafiskaeigendum og hreinsa þeir upp leifar af botni búrsins.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist