Fara í innihald

Skrautfiskar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gæludýrafiskar)
Fiskabúr.

Skrautfiskar eru vinsælt áhugamál. Þá heldur fólk fiskum í sérsmíðuðum fiskabúrum eða í garðtjörnum.

Fiskar hafa verið ræktaðir sem fæða í tjörnum í þúsundir ára. Einhverjum þessara fiska sem þóttu skrautlegir vildi fólk varðveita vegna fegurðargildis. Í Kína og Japan hafa kynbætur á vatnakarpa leitt til skrautafbrigðanna koi og gullfisks, en þeir voru fyrst ræktaðir til matar. Auðugir Rómverjar og munkar á miðöldum í Evrópu héldu körpum í tjörnum. Á miðri 19. öld varð Frakkinn Pierre Carbonnier frumkvöðull í ræktun hitabeltisfiska. Setti hann upp almenningsfiskabúr í París.

Fiskum er haldið í ferskvatni, ísöltu-vatni eða saltvatni. Vinsælast er að halda fiskum í ferskvatni. Dýrara og flóknara er að halda út saltvatnsfiskum. Þeir geta verið afar litskrúðugir. Einnig er hægt að halda kóröllum, krabbadýrum og ýmsum lindýrum í saltvatni.

Að ýmsu er að huga þegar annast á skrautfiska. Fjölda tegunda á lítra, síunar- og dælutæki, fæðuval, val á munum í búrið og hvort tegundir fara saman. Úrgangsefni geta safnast (niðurbrot niturs) upp ef ekki er hugað að vatnsskiptum og síun. Stærri búr þola meira hnjask á efnasamsetningu en lítil. Á Íslandi er kranavatnið ekki klórbætt eins og víða erlendis og því er hægt að nota það. 25°C meðalhiti í búrum hitabeltisfiska þykir mátulegt en hiti frá 18-27 C° er innan æskilegra marka.

Dæmi um ferskvatnsskrautfiska eru: