Fara í innihald

Paleósentímabilið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Paleósen)
Helstu tegundir trjáa á paleósentímabilinu: barrtré og pálmatré

Paleósentímabilið er jarðsögulegt tímabil sem hófst fyrir 65,5±0,3 milljónum ára og lauk fyrir 55,8±0,2 milljónum ára. Þetta er fyrsti hluti paleógentímabilsins á nýlífsöld. Það markast af fjöldaútdauðanum við lok krítartímabilsins sem markaði endalok risaeðlanna. Tímabilið einkennist því af nýju dýralífi áður en nútímaættbálkar spendýra komu fram á sjónarsviðið á eósentímabilinu.