Fara í innihald

Birkimerla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Birkimerla
Ástand stofns

Viðkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Fungi
Fylking: Ascomycota
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Teloschistales
Ætt: Glæðuætt (Teloschistaceae)
Ættkvísl: Merlur (Caloplaca)
Tegund:
C. borealis

Tvínefni
Caloplaca borealis

Birkimerla (fræðiheiti: Caloplaca borealis) er hrúðurflétta af glæðuætt (Teloschistaceae). Hún vex á trjáberki. Á Íslandi hefur hún aðeins fundist á örfáum stöðum, alltaf á berki birkitrjáa.[2] Birkimerla finnst í Botnsskógi í Dýrafirði.[3]

Þal birkimerlu er reitaskipt og vörtótt þar sem vörturnar litast gular vegna parietíns en þalið milli reitanna er hvítleitt eða grátt.[2]

Efnafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Birkimerla inniheldur fléttuefnið parietín sem litar fléttuna gula eða appelsínugula. Þalsvörun birkimerlu við efnalitun er K neivæð (K-) en askhirlsurnar litast K+ rauðar.[2]

Ástand stofns

[breyta | breyta frumkóða]

Birkimerla er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu (VU).[1] Ástand birkimerlu hefur ekki enn verið metið af IUCN.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  2. 2,0 2,1 2,2 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  3. Flóra Íslands (án árs). Birkimerla - Caloplaca borealis. Sótt þann 7. janúar 2019.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.