Bíafra
Lýðveldið Bíafra | |
Republic of Biafra | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Peace, Unity, and Freedom (Enska) Friður, samheldni og frelsi | |
Þjóðsöngur: Land of the Rising Sun | |
Höfuðborg | Enugu (1967) Umuahia (1967-1969) Owerri (1969-1970) Awka (1970) |
Opinbert tungumál | Enska Igbo |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti (1967–1970) | Chukwuemeka Odumegwu Ojukwu |
Forseti (1970–1970) | Philip Effiong |
Stofnun | |
• Stofnun | 30. maí 1967 |
• Afnám | 15. janúar 1970 |
Flatarmál • Samtals |
77.306 km² |
Mannfjöldi • Samtals (1967) • Þéttleiki byggðar |
13.500.000 174,63/km² |
Gjaldmiðill | Pund |
Bíafra var skammlíft ríki sem klauf sig frá Nígeríu árið 1967. Landið varð til eftir misheppnaða tilraun til valdaráns sem framkvæmd var af herforingjum frá igboþjóðflokkinum sem bjó í austurhluta landsins. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar fylgdu ofsóknir og fjöldamorð á igbomönnum. Undirofurstinn Chukwuemeka Odumegwu Ojukwu lýsti þá yfir sjálfstæði héraðsins. Landið dró nafn sitt af því að það var við Bíafraflóa. Nígería brást við með því að senda herlið á staðinn og niðurstaðan var blóðug borgarastyrjöld. Mörg lönd studdu Bíafra með vopnabúnaði þótt aðeins Gabon, Haítí, Fílabeinsströndin, Tansanía og Sambía veittu landinu formlega viðurkenningu. Bretland og Sovétríkin studdu hins vegar Nígeríu. Eftir þriggja ára styrjöld var efnahagur ríkisins hruninn og hungursneyð vofði yfir. 1970 flúði Ojukwu og Nígería innlimaði svæðið að nýju. Nígería hafði bannað Rauða krossinum að starfa í Nígeríu 1969 en lét undan vegna mikillar gagnrýni erlendis frá. Áætlað er að ein milljón manna hafi látist í kjölfar borgarastyrjaldarinnar vegna sjúkdóma og hungurs.