Fara í innihald

Kenai-skagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kenaiskagi)
Staðsetning Kenai skaga innan Alaska.
Nákvæmara kort.
Kenai Fjords National Park
Bear Glacier, Kenai Fjords National Park.
Elgskálfur í Kenai National Wildlife Refuge

Kenaiskagi er landsvæði í suðurhluta Alaska fylkis Bandaríkjanna. Skaginn er einnig mestur hluti sveitarfélagsins Kenai Peninsula Borough sem er 64,110 km2 að stærð. Íbúar eru um 59.000 (2017). Stærsta borg Alaska, Anchorage er rétt norður af skaganum.

Þjóðgarðurinn Kenai Fjords National Park er innan skagans. Einnig eru önnur vernduð svæði þar; óbyggðir, fjöll, jöklar og skógar.

Helstu þéttbýlisstaðir eru Kenai, Homer, Soldotna og Seward. Lest liggur frá Anchorage að Seward.

Íslendingar sóttu tré til ræktunar frá Kenaiskaga. Meðal þeirra fyrstu voru Hákon Bjarnason skógræktarstjóri og Jón H. Björnsson garðyrkjumaður. Þar má helst nefna sitkagreni og alaskaösp.[1], [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/629075/
  2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1284224