Belgjastör
Jump to navigation
Jump to search
Belgjastör | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Carex panicea L. |
Belgjastör (fræðiheiti: Carex panicea) er stör sem á heimkynni sín víða í Norður- og Vestur-Evrópu. Jarðstöngull belgjastarar er með renglum. Stráið er grannt og blöðin flöt og styttri en stráið sjálft. Litur þeirra er grágrænn. Meðal einkenna belgjastarar er að stoðblöð kvenaxanna eru með löngu slíðri og axhlífarnar eru mósvartar. Belgjastör vex í mýrum um allt Ísland, þó ekki á Miðhálendinu. Belgjastör líkist slíðrastör allmikið en slíðrastörin vex þó aðallega í þurrlendi.