Balkanfjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Botev-fjall.

Balkanfjöll (búlgarska/serbneska: Стара планина Stara planina „Gömlu fjöll“) eru fjallgarður á Austur-Balkanskaga. Hann spannar 560 kílómetra frá Svartahafi í Búlgaríu og inn í Austur-Serbíu. Hæsti tindurinn er Botev-fjall, 2.376 metrar á hæð. Í Búlgaríu eru Rila-fjöll og Pirin-fjöll með hærri tinda.

Í Balkanfjöllum lifa spendýrategundir eins og brúnbjörn, gemsa, krónhjörtur, gaupa, refur og úlfur. Garðahlynur, silkifura, beyki, eik og evrópuþinur eru meðal trjátegunda.

Fjöllin hafa virkað í gegnum aldirnar sem náttúrulegur varnargarður Búlgara gegn innrásarliði, meðal annars frá Býsantíum og Tyrkjaveldi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Balkan mountains“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. apríl 2017.