Fara í innihald

Krónhjörtur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krónhjörtur
Fullorðinn hjörtur (karldýr) Tvö karldýr baula
Fullorðinn hjörtur (karldýr)
Tvö karldýr baula
Hind (kvendýr) Glen Garry, Hálöndunum, Skotlandi
Hind (kvendýr)
Glen Garry, Hálöndunum, Skotlandi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Fyrrverandi (ljósgræn) og núverandi (dökkgræn) útbreiðsla krónhjarta
Fyrrverandi (ljósgræn) og núverandi (dökkgræn) útbreiðsla krónhjarta
Undirtegundir
 • C. e. elaphus
 • C. e. alashanicus
 • C. e. bactrianus
 • C. e. atlanticus
 • C. e. barbarus
 • C. e. brauneri
 • C. e. canadensis
 • C. e. corsicanus
 • C. e. hanglu
 • C. e. hispanicus
 • C. e. kansuensis
 • C. e. macneilli
 • C. e. maral
 • C. e. nannodes
 • C. e. pannoniensis
 • C. e. scoticus
 • C. e. songaricus
 • C. e. wallichii
 • C. e. xanthopygus
 • C. e. yarkandensis

Krónhjörtur (fræðiheiti: Cervus elaphus) er eitt af stærstu hjartardýrunum. Hann lifir í stærstum hluta Evrópu, Kákasusfjöllum, Litlu-Asíu, Íran og hlutum Vestur- og Mið-Asíu. Hann er líka að finna í Atlasfjöllum milli Marokkó og Túnis. Hann er þannig eina eiginlega hjartardýrið sem lifir í Afríku. Vegna þess hve þeir eru eftirsótt villibráð hafa krónhirtir verið fluttir til annarra heimshluta eins og Ástralíu, Nýja-Sjálands, Bandaríkjanna, Kanada, Perú, Úrúgvæ, Chile og Argentínu.

Krónhjörturinn er jórturdýr með fjórskiptan maga. Erfðafræðilegar rannsóknir benda til þess að krónhirtir séu nokkrar systurtegundir fremur en ein tegund þótt umdeilt sé hversu margar tegundirnar eru. Krónhjörturinn er náskyldur vapítihirti sem finnst í Norður-Ameríku og vesturhluta Asíu. Hugsanlega er sameiginlegur forfaðir þeirra upprunninn í Mið-Asíu og líktist síkahirti.

Krónhirtir hafa á vissum tímabilum verið sjaldgæfir í Evrópu en þó aldrei í útrýmingarhættu. Endurheimt búsvæða og vernd, sérstaklega í Bretlandi, hafa leitt til þess að stofnar hafa stækkað, meðan þeim hefur hnignað á öðrum stöðum, eins og í Norður-Ameríku.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.