Balkan-fjöll
Jump to navigation
Jump to search
Balkan-fjöll eru fjallgarður á austur-Balkanskaga (Á búlgörsku og serbnesku kyrillísku letri: Стара планина, latneskt letur: Stara planina. Þýðing: Gömlu fjöll). Hann spannar 560 kílómetra frá Svartahafi í Búlgaríu og inn í austur-Serbíu. Hæsti punkturinn er Botev eða 2.376 metrar. Í Búlgaríu eru Rila-fjöll og Pirin-fjöll með hærri tinda.
Balkan-fjöll hafa að geyma spendýrategundir eins og: Brúnbjörn, gemsur, krónhjört, gaupu, ref og úlf. Garðahlynur, silkifura, beyki, eik og evrópuþinur eru meðal trjátegunda.
Fjöllin hafa virkað í gegnum aldirnar sem náttúrulegur varnargarður Búlgara gegn innrásarliði, þar á meðal Býsans og Ottóman-veldinu.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirmynd greinarinnar var „Balkan mountains“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. apríl 2017.