Fara í innihald

Baldvin Belgíukonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Sachsen-Coburg-Gotha-ætt Konungur Belgíu
Sachsen-Coburg-Gotha-ætt
Baldvin Belgíukonungur
Baldvin
Ríkisár 17. júlí 195131. júlí 1993
SkírnarnafnBoudewijn Albert Karel Leopold Axel Maria Gustaaf (á flæmsku), Baudouin Albert Charles Léopold Axel Marie Gustave (á frönsku)
Fæddur7. september 1930
 Brussel, Belgíu
Dáinn31. júlí 1993 (62 ára)
 Villa Astrida, Motril, Spáni
GröfÉglise Notre-Dame de Laeken, Brussel
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Leópold 3. Belgíukonungur
Móðir Ástríður Belgíudrottning

Baldvin (Baudouin Albert Charles Léopold Axel Marie Gustave) (7. september 193031. júlí 1993) var konungur Belgíu. Hann var sonur Leópolds III konungs og Ástríðar prinsessu af Svíþjóð.

Baldvin var síðasti konungur Belgíu sem réð yfir Kongó. Þegar Kongó hlaut sjálfstæði sitt frá Belgíu árið 1960 hélt Baldvin ræðu í Léopoldville þar sem hann hrósaði belgískum nýlenduyfirráðum yfir landinu[1] og hunsaði alfarið harðstjórnina og fjöldamorðin sem belgísk stjórnvöld frömdu á nýlendutímanum:

„Sjálfstæði Kongó er afrakstur starfsins sem hófst með snilligáfu konungsins Leópolds 2., starfs sem hann innti af hendi með ákafri hugprýði og Belgar héldu áfram með mikilli þrautsegju. Sjálfstæðið markar tímamót, ekki aðeins í sögu Kongó, heldur, leyfi ég mér að fullyrða, allrar Afríku. Í 80 ár hefur Belgía sent bestu syni sína til ættjarðar ykkar, í fyrstu til þess að bjarga ykkur frá hinni viðbjóðslegu þrælaverslun sem tröllreið þjóðum ykkar, en síðar til þess að koma á sáttum milli hinna ýmsu þjóðflokka landsins, sem áður voru óvinir en hafa síðan lært að mynda saman eitt stærsta sjálfstæða ríki í Afríku, og loks til þess að bæta líf hinna ýmsu héraða Kongó, sem þið standið hér saman fyrir, sameinaðir á einu þingi. […] Þegar Leópold 2. hóf hið mikla starf sem nú ber loks ávöxt kom hann ekki til ykkar sem innrásarmaður heldur sem siðmenntari. Vér erum ánægðir með að hafa þannig, þrátt fyrir mikla erfiðleika, gætt Kongó ýmsum ómissandi eiginleikum ríkis sem þokast í átt til þróunar.“[2]

Patrice Lumumba, nýkjörinn forsætisráðherra Kongó, var ekki hrifinn af ræðu konungsins, og svaraði henni með eigin ræðu þar sem hann vandaði belgískum yfirráðum í landinu ekki kveðjurnar.[3] Belgar og flestar aðrar þjóðir litu á ræðu Lumumba sem sára móðgun. Lumumba var síðar myrtur, líklega með hjálp belgísku leyniþjónustunnar. Árið 2001 komst rannsóknarnefnd belgíska þingsins að þeirri niðurstöðu að Baldvin hefði vitað af áætlunum um að myrða Lumumba en hefði ekkert aðhafst til að stöðva þær.[4]

Árið 1990 neitaði Baldvin að skrifa undir lög sem afglæpavæddu fóstureyðingar í Belgíu og bað ríkisstjórn sína um að finna leið til að setja lögin án undirskriftar hans svo hann þyrfti ekki að fara gegn samvisku sinni.[5] Ríkisstjórnin nýtti sér gloppu í lögunum með því að lýsa því yfir að konungurinn væri tímabundið ófær um að sinna störfum sínum og settu þannig lögin án aðkomu hans.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. ENQUÊTE PARLEMENTAIRE visant à déterminer les circonstances exactes de l'assassinat de Patrice Lumumba et l'implication éventuelle des responsables politiques belges dans celui-ci, Chambre des représentants de Belgique, 16. nóvember 2001, DOC 50 0312/006, bls. 420
  2. „Les discours prononcés par le Roi Baudouin Ier, le Président Joseph Kasa-Vubu et le Premier Ministre Patrice-Emery Lumumba lors de la cérémonie de l'indépendance du Congo (30 juin 1960) à Léopoldville (actuellement Kinshasa)“ (PDF) (franska). kongo-kinshasa.de. Sótt 9. október 2018.
  3. Ludo de Witte, L'assassinat de Lumumba, Paris, Karthala, 2000, bls. 88.
  4. Verslag namens de Onderzoekscommissie van de Belgische Kamer van Volksvertegenwoordigers van het parlementair onderzoek met het oog op het vaststellen van de precieze omstandigheden waarin Patrice Lumumba werd vermoord en van de eventuele betrokkenheid daarbij van Belgische politici, 16 november 2001
  5. Wilfried Martens, Mémoires pour mon pays, Brussel, Racines, 2006, bls. 177 og 178.


Fyrirrennari:
Leópold 3.
Konungur Belgíu
(17. júlí 195131. júlí 1993)
Eftirmaður:
Albert 2.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.