Böðvar Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Böðvar Guðmundsson (f. 9. janúar 1939) er íslenskur rithöfundur, ljóðskáld, söngtextahöfundur, lagasmiður, gítarleikari, þýðandi, leikskáld og kennari. Þekktustu verk hans eru vesturfarasögurnar svokölluðu en það eru bækurnar Híbýli vindanna og Lífsins tré.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Böðvar fæddist á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Foreldrar hans voru Guðmundur Böðvarsson skáld (1904-1974) og Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja (1911-1971).[1] Böðvar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962 og varð cand mag. í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1969. Hann stundaði nám í Þýskalandi 1964-1965 og í Frakklandi 1972-1973. Hann var stundakennari við Réttarholtsskóla 1962-1963 og síðar við Christians Albrechts Universität í Kiel, var íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1969-1974, var stundakennari við heimspekideild Háskóla Íslands 1970-1972 og kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1974-1980. Hann var stundakennari við Leiklistarskóla Íslands 1981-1983 og sendikennari við Háskólann í Bergen 1983-1987.

Böðvar hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1996 fyrir skáldsöguna Lífsins tré, sjálfstætt framhald Híbýla vindanna. Bækurnar nutu mikilla vinsælda og var leikgerð bókanna sett á svið í Borgarleikhúsinu leikárið 2004 - 2005. Böðvar hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1999.[2]

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Barnabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Krakkakvæði (2002)

Leikrit[breyta | breyta frumkóða]

 • Aldaannáll

Ljóðabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Austan Elivoga (1964)
 • Í mannabyggð (1966)
 • Burtreið Alexanders (1971)
 • Vatnaskil (1986)
 • Heimsókn á heimaslóð (1989)
 • Þrjár óðarslóðir (1994)

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

 • Bændabýti (1990)
 • Híbýli vindanna (1995)
 • Lífsins tré (1996)
 • Sögur úr Síðunni (2007)
 • Enn er morgunn (2009)
 • Töfrahöllin (2012)

Smásagnasöfn[breyta | breyta frumkóða]

 • Sögur úr seinni stríðum (1978)
 • Kynjasögur (1992)

Bréfasafn[breyta | breyta frumkóða]

 • Bréf Vestur-Íslendinga I (2001)
 • Bréf Vestur-Íslendinga II (2002)

Fræðibækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Norrænir guðir í nýju landi: Íslensk heiðni og goðsögur (2015)

Hljómplötur[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðhátíðarljóð 1974
Það er engin þörf að kvarta (1981)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Safnahus.is, „Böðvar Guðmundsson 80 ára“ (skoðað 13. desember 2020)
 2. Bokmenntaborgin.is, „Böðvar Guðmundsson“ (skoðað 13. desember 2020)