Langidalur (Húnaþingi)
Útlit
Langidalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og liggur frá Refasveit við Blönduós til suðausturs inn að mótum Blöndudals og Svartárdals. Raunar er það aðeins austurhluti dalsins, austan við Blöndu, sem kallast Langidalur, nafnið er ekki notað um svæðið vestan árinnar, að minnsta kosti ekki af heimamönnum.
Meðfram dalnum endilöngum er Langadalsfjall, um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð yfir í Laxárdal fremri, eyðidal austan fjallsins. Langidalur er grösugur og búsældarlegur og þar er fjöldi bæja. Kirkja sveitarinnar er á landnámsjörðinni Holtastöðum en af öðrum höfuðbólum má nefna Geitaskarð og Móberg.
Bæir
[breyta | breyta frumkóða]í byggð
[breyta | breyta frumkóða]- Geitaskarð
- Holtastaðir
- Auðólfsstaðir
- Breiðavað
- Fremsta-Gil
- Fagranes
- Hvammur
- Skriðuland
- Móberg
- Hólabær