Fara í innihald

Apis mellifera scutellata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Yfirætt: Apoidea
Ætt: Apidae
Undirætt: Apinae
Ættflokkur: Apini
Ættkvísl: Apis
Tegund:
Þrínefni
Apis mellifera scutellata
Lepeletier, 1836
Útbreiðsla A. m. capensis er merkt græn og A.m. scutellata blá. Blendingssvæði er grátt.
Útbreiðsla A. m. capensis er merkt græn og A.m. scutellata blá. Blendingssvæði er grátt.

Apis mellifera scutellata er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á hálendi mið og suðurhluta Afríku (Kenía, Tansanía og Suður-Afríku, í 600 til 2000m hæð).[1] Hún er önnur formóðir svonefndra drápsbýflugna sem hafa breiðst út í Suður- og Mið- Ameríku og oft valdið verulegum vandræðum.

Þrátt fyrir verulega árásargirni er undirtegundin vel metin í hunangsframleiðslu vegna sjúkdómaþols og hraða uppbyggingar búa og sérstaklega mikillar hunangsframleiðslu. Á síðari tímum hefur komið upp afbrigði af A. m. capensis (skyld og lík undirtegund) sem er með þernur sem geta verpt drottningum (meyæxlun). Vegna skyldleikans virðast þær geta komist inn í búið án vandkvæða, og með fjölda drottninga svelta þær á endanum búið sem þær setjast að í.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. S.E. Radloff, H.R. Hepburn, M.H. Villet (1997): The honeybees, Apis mellifera Linnaeus (Hymenoptera: Apidae), of woodland savanna of southeastern Africa. African Entomology 5(1): 19–27.
  2. A single locus determines thelytokous parthenogenesis of laying honeybee workers (Apis mellifera capensis). PDF 92 Kb. H.M.G.. Lattorff, R.F.A. Moritz; S. Fuchs. Heredity (2005), 1–5