Apis mellifera scutellata
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||||||||||||||||
Þrínefni | ||||||||||||||||||||||
Apis mellifera scutellata Lepeletier, 1836 | ||||||||||||||||||||||
Útbreiðsla A. m. capensis er merkt græn og A.m. scutellata blá. Blendingssvæði er grátt.
|
Apis mellifera scutellata er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á hálendi mið og suðurhluta Afríku (Kenía, Tansanía og Suður-Afríku, í 600 til 2000m hæð).[1] Hún er önnur formóðir svonefndra drápsbýflugna sem hafa breiðst út í Suður- og Mið- Ameríku og oft valdið verulegum vandræðum.
Þrátt fyrir verulega árásargirni er undirtegundin vel metin í hunangsframleiðslu vegna sjúkdómaþols og hraða uppbyggingar búa og sérstaklega mikillar hunangsframleiðslu. Á síðari tímum hefur komið upp afbrigði af A. m. capensis (skyld og lík undirtegund) sem er með þernur sem geta verpt drottningum (meyæxlun). Vegna skyldleikans virðast þær geta komist inn í búið án vandkvæða, og með fjölda drottninga svelta þær á endanum búið sem þær setjast að í.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ S.E. Radloff, H.R. Hepburn, M.H. Villet (1997): The honeybees, Apis mellifera Linnaeus (Hymenoptera: Apidae), of woodland savanna of southeastern Africa. African Entomology 5(1): 19–27.
- ↑ A single locus determines thelytokous parthenogenesis of laying honeybee workers (Apis mellifera capensis). PDF 92 Kb. H.M.G.. Lattorff, R.F.A. Moritz; S. Fuchs. Heredity (2005), 1–5
- Apis mellifera scutellata. In: Atlas Hymenoptera, sótt 23. ágúst 2022.
- Friedrich Ruttner: Naturgeschichte der Honigbienen. Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
- Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.