Berserkjahraun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Iceland Berserkerhraun.jpg
Berserkjahraun.jpg

Berserkjahraun er hraun í vestanverðri Helgafellssveit á Snæfellsnesi og frægt er úr Heiðarvíga sögu. Berserkjahraun hefur runnið úr gígum norðan Kerlingarskarðs, af hverjum er stærstur Rauðakúla. Næst koma svo Grákúla og þá Kothraunskúla. Hraunið rann til sjávar við Bjarnarhöfn og út í Hraunsfjörð. Berserkjahraun er úfið apalhraun með gíghólum og söguminjum, Berserkjagötu og Berserkjadys og er það á náttúruminjaskrá.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.