Tálsöguhetja
Útlit
Tálsöguhetja eða fölsk söguhetja er frásagnartækni þar sem lesandinn er látinn halda að tiltekin persóna sé aðalpersóna verksins, en síðar kemur í ljós að það er allt önnur persóna. Stundum er tálsöguhetjan óvænt drepin í söguvendingu eða breytist í aukapersónu síðar í verkinu. Stundum reynist tálsöguhetjan vera skúrkur sögunnar.
Dæmi um tálsöguhetjur eru Marion Crane í kvikmyndinni Psycho sem er óvænt myrt í eftirminnilegu atriði myndarinnar, Verbal í The Usual Suspects sem virðist lítilmótlegt vitni en reynist í lokin vera aðalillmenni sögunnar, Ned Stark í bókinni A Song of Ice and Fire sem er aðalpersóna lengi framan af en er svo myrtur, og Elsa í teiknimyndinni Frozen sem gerist óvænt andstæðingur hinnar eiginlegu söguhetju.