Allium tuberosum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Allium tuberosum
Allium tuberosum2.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. tuberosum

Tvínefni
Allium tuberosum
Rottler ex Spreng. 1825 not Roxb. 1832[1][2]
Samheiti

Allium tuberosum er tegund af laukætt ættuð frá suðvesturhluta Shanxi í Kína, og ræktuð víða annarsstaðar í Asíu og annarsstaðar í heiminum.[3][4]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Allium tuberosum er fjölær jurt sem vex upp af smáum aflöngum lauk (um 10 mm í þvermál), seigur og trefjóttur, upp af kröftugum jarðstöngli. Blöðin eru bandlaga, 1,5 til 8 mm breið, ólíkt bæði matlauk og hvítlauk. Blómstöngullinn er 25 til 60 sm langur og er blómskipunin kúlulaga, með hvítum blómum.[3] Hann vex í hægt stækkandi breiðum, en sáir sér einnig auðveldlega. Á hlýrri svæðum (USDA zone 8 og hlýrri), getur hann verið sígrænn.[5]

Bragðið líkist meir hvítlauk en graslauk.

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflega lýst af Johan Peter Rottler, var tegundinn löglega lýst af Curt Polycarp Joachim Sprengel 1825.A. tuberosum er flokkuð innan Allium í undirættkvísl Butomissa (Salisb.) N. Friesen, deild Butomissa (Salisb.) Kamelin, hóp sem samanstendur einvörðungu af A. tuberosum og A. ramosum L..

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

A. tuberosum kom fram á Síberísku-Mongólsku-Norður Kínversku seppunum,en er víða ræktuð og orðin ílend, Hún hefur verið skráð á dreifðum svæðum í Bandaríkjunum (Illinois, Michigan, Ohio, Nebraska, Alabama, Iowa, Arkansas, Nebraska, og Wisconsin).[6] Hinsvegar er hún talin algengari í Bandaríkjunum vegna aðgengis að fræi og plöntum sem framandi kryddjurt og þess hve ágeng hún er. Tegundin er einnig útbreidd um meginland Evrópu of ágeng annarsstaðar.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Oft ræktuð sem skrautplanta og er fjöldi ræktunarafbrigða. A. tuberosum sker sig úr frá mörgum öðrum lauktegundum vegna seinnar blómgunar. Hún er talin auðveld í ræktun, ýmist af fræi eðaf með skiftingu á hnausunum.[7]

Ýmis afbrigði hafa verið ræktuð fyrir blöð (t.d. 'Shiva') eða blómstöngul (t.d. 'Nien Hua').[8] Á meðan áherslan í Asíu hefur verið á matareiginleika, hefur áhuginn í Norður Ameríku aðallega verið á skrautgildi. 'Monstrosum' er stórt skrautafbrigði.


Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. WCSPF 2015.
  2. Linnaeus 1825.
  3. 3,0 3,1 Snið:EFloras
  4. Snið:GRIN
  5. Soule, J.A. (2016). Month by Month Guide to Gardening in the Southwest. Cool Springs Press.
  6. Snið:BONAP
  7. http://eol.org/pages/1085072/overview
  8. Larkcom & Douglass 2008, p. 80.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Bækur og greinar[breyta | breyta frumkóða]

Greinar og kaflar[breyta | breyta frumkóða]

Nettenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist