Alaskaösp
Populus trichocarpa | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alaskaösp
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Populus trichocarpa Torr. & A.Gray ex. Hook. | ||||||||||||||||||
Útbreiðsla
| ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
|
Alaskaösp (fræðiheiti: Populus trichocarpa) er lauftré af asparættkvísl (Populus) og víðisætt (Salicaceae). Heimkynni alaskaaspar er vesturströnd Norður-Ameríku; sunnan frá Kaliforníu norður til Kenaiskaga og Kodiakeyju í Alaska.
Alaskaöspin er með stórvöxnustu aspartegundum og nær venjulega um og yfir 30 m. Á stöðum eins og í Oregon- og Washington-fylki í Bandaríkjunum verður hún allt að 60 metra há. [1] Ársvöxtur getur orðið allt að 1 metri á ári, og greinar vaxa 40-60 cm. á ári. Tegundin kýs sér helst frjóan jarðveg með ferskan jarðraka. Alaskaöspin er ekki langlíf og er talið að hún verði yfirleitt ekki eldri en 100 ára. Alaskaöspin myndar einnig mikið af rótarskotum sem koma upp í nokkurra metra fjarlægð frá móðurplöntunni.
Laufblöðin eru egglaga. Börkur er ljósgrár eða gulgrár á ungum trjám en dökkgrár á eldri trjám. Af brumum alaskaaspar leggur sterkan balsamilm. Haustlitir alaskaaspar eru gulir. Öspin er afar fjölbreytileg að útliti og vaxtarlagi eftir kvæmum og klónum.
Tegundin er náskyld balsamösp og tæpast er hægt að sjá mun nema á reklum tegundanna.
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Alaskaösp var fengin til Íslands frá Alaska að frumkvæði Hákons Bjarnasonar árið 1943 eða 1944 og var fyrst reynd sem garðtré. Elstu eintökin má finna í Múlakoti í Fljótshlíð. Tegundin er meðal hæstu trjáa á Íslandi og hefur náð tæpum 26 metrum á hæð[2]. Fram undir 1999 var hún fyrst og fremst ræktuð sem garðtré en eftir það er farið að nota hana í stórum stíl í skógrækt og skjólbeltagerð. Þó að ræktun alaskaasparinnar hafi gengið vel hér á landi virðast mjög vindasamir staðir við sjávarsíðuna og votar mýrar henta henni ákaflega illa. Hérlendis eru einkum notuð kvæmi frá Kenai skaga og Prince Williams flóa í Alaska[3] Asparryðsveppur er sjúkdómur sem leggst á ösp og hefur verið vandamál á Suðurlandi. Einnig er komin ný skordýrategund asparglytta; sem étur blöð plantna af víðiættkvísl.
Árin 2013 og 2016 hefur alaskaösp verið valin tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.
Öspin hefur reynst góður smíðaviður og hafa hús og innréttingar verið gerðar úr henni. [4]
-
Lauf
-
Reklar og fræ á karlkyns alaskaösp.
-
Aspir í Grasagarði Reykjavíkur.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir? Vísindavefur. Skoðað 3. febrúar 2016.
- ↑ Íslandsmeistari trjáa ver titil sinn Skógrækt ríkisins. Skoðað 15 ágúst, 2016.
- ↑ Alaskaösp Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine Skjólskógar. Skoðað 15. ágúst 2016.
- ↑ Ösp góður en vanmetinn smíðaviður Heiðmörk.is 11/8 2023