Akureyri handboltafélag
Útlit
(Endurbeint frá Akureyri Handboltafélag)
Akureyri handboltafélag er handknattleiksfélag frá Akureyri. Félagið var stofnað árið 2006 þegar handknattleiksdeildir Íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélags Akureyrar ákváðu að hefja samstarf sín á milli. Í Nóvember 2010 skrifuðu svo formenn bæði Þórs og KA undir nýjan samning sem innihélt samkomulag um samvinnu liðanna til ársins 2015.
Eftir ellefu ára veru í efstu deild féll Akureyri úr Olís-deildinni vorið 2017 og í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á starfsemi félagsins. KA sagði sig úr samstarfinu og stofnaði nýtt lið og léku bæði Akureyri handboltafélag og KA í Grill66-deildinni tímabilið 2017-2018.
Akureyri vann deildina og leikur í Olís-deildinni 2018-2019.
Titlar og gengi Akureyrar
[breyta | breyta frumkóða]- Deildarmeistarar 1:
- 2011
- 1. deild karla í handknattleik | Sigurvegarar í 1.deild
1: 2018
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða félagsins Geymt 31 desember 2018 í Wayback Machine