Fara í innihald

Akureyri handboltafélag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Akureyri Handboltafélag)

Akureyri handboltafélag er handknattleiksfélag frá Akureyri. Félagið var stofnað árið 2006 þegar handknattleiksdeildir Íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélags Akureyrar ákváðu að hefja samstarf sín á milli. Í Nóvember 2010 skrifuðu svo formenn bæði Þórs og KA undir nýjan samning sem innihélt samkomulag um samvinnu liðanna til ársins 2015.

Eftir ellefu ára veru í efstu deild féll Akureyri úr Olís-deildinni vorið 2017 og í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á starfsemi félagsins. KA sagði sig úr samstarfinu og stofnaði nýtt lið og léku bæði Akureyri handboltafélag og KA í Grill66-deildinni tímabilið 2017-2018.

Akureyri vann deildina og leikur í Olís-deildinni 2018-2019.

Titlar og gengi Akureyrar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Deildarmeistarar 1:
    • 2011
  • 1. deild karla í handknattleik | Sigurvegarar í 1.deild

1: 2018

  Þessi handknattleiksgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.