Fara í innihald

Beauveria bassiana

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beauveria bassiana
Engisprettur drepnar af B. bassiana
Engisprettur drepnar af B. bassiana
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Skjóðusveppir (Sordariomycetes)
Ættbálkur: Hypocreales
Ætt: Clavicipitaceae
Ættkvísl: Beauveria
Tegund:
B. bassiana

Tvínefni
Beauveria bassiana
(Bals.-Criv.) Vuill. (1912)
Samheiti
 • Botrytis bassiana Bals.-Criv. (1836)

Beauveria bassiana er svepptegund sem kemur fyrir náttúrulega í jarðvegi og er sníkjuvara á ýmsum liðdýrum, og veldur svonefndum white muscardine disease. Hann er notaður sem lífræn vörn gegn fjölda meindýra af skordýraætt. Verið er að rannsaka notkun hans gegn veggjalús[1] og moskítóflugu.[2]

Uppgötvun og nafn[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin heitir eftir ítalska skordýrafræðingnum Agostino Bassi, sem uppgötvaði 1815 sveppinn sem ástæðu "muscardine disease". Sveppurinn var einnig áður nefndur Tritirachium shiotae. Nafnið B. bassiana hefur löngum verið notað yfir tegundasafn af svipuðum og skyldum "línum" (isolates). Rehner and Buckley [3] haffa sýnta að B. bassiana samanstendur af fjölda aðgreindra "lína" sem ættu að vera flokkaðar sem aðskildar tegundir og ættkvíslinni Beauveria var endurlýst með tilnefnda gerð fyrir B. bassiana 2011.[4]

Skyldleiki við Cordyceps og aðra sveppi[breyta | breyta frumkóða]

Beauveria bassiana er anamorph (kynlaust fjölgandi form) af Cordyceps bassiana. Kynjaða formið hefur aðeins fundist í austur Asíu.[5]

Lífsferill[breyta | breyta frumkóða]

Þegar gró sveppsins koma í snertingu við líkama hýsilskordýrsins, spíra þau í gegn um skel dýranna og vaxa innan í dýrinu. Drepur það dýrið á fáum dögum. Síðar kemur fram hvít mygla á hræinu og myndar ný gró. Yfirleitt getur B. bassiana sýkt margar gerðir skordýra; mismunandi gerðir ("isolates") hafa mismunandi hýsla. Hvað veldur breytileikanum er ekki þekkt. Í ræktun er B. bassiana eins og hvít mygla. Á flestum ræktunarefnum myndar það þurra, duftkennda conidia í einkennandi gró kúlum.

Notkun sem lífræn vörn[breyta | breyta frumkóða]

Beauveria bassiana er notað sem lífrænt skordýraeitur til að halda niðri fjölda skordýra, svo sem termítum, hvítflugu og veggjalús. Verið er að rannsaka möguleikann á að halda niðri moskítóflugum sem smita af malaríu með henni.[2] sem skordýraeitur er gróunum úðað á gróðurinn neð sérstökum bindiefnum eða sem dufti.

Sem tegund lifir Beauveria bassiana á mjög mörgum tegundum skordýra. Hinsvegar eru mismunandi gerðir ("strain") sem eru breytileg með hýsla, sum hafa fáa hýsla, eins og Bba 5653 sem er mjög virkt gegn lirfum Plutella xylostella og drepur mjög fáar aðrar gerðir af lirfum fiðrilda. Aðrar gerðir eru með mjög breiðan hýslahóp og ætti að fara varlega með notkun á þeim þar sem þau gætu skaðað nytjategundir.[6]

Það er sjaldgæft að sveppurinn sýki menn eða önnur dýr, svo það er almennt öruggt sem skordýraeitur. Hinsvegar er að minnsta kost eitt tilfelli um smit í mönnum þekkt, þar sem Beauveria bassiana var skráð í manneskju með bælt ónæmiskerfi.[7] Að auki eins og annað duft, geta gróin valdið öndunarerfiðleikum. Wagner and Lewis [8] hafa tilkynnt getu B. bassiana til aðp lifa í sambýli (endophyte) við maís.

Grunnrannsóknir sýna að sveppurinn hefur 100% getu til að eyða veggjalúsum þar sem bómull var úðuð með gróunum. Það virkar einnig gegn veggjalúsahópum vegna þess að B. bassiana flyst með smituðum dýrum í felustaðina. Lýsnar drepast á 5 dögum eftir smit.[1]

Leki[breyta | breyta frumkóða]

Mars 2013, fannst erfðabreytt Beauveria bassiana í nokkrum rannsóknarstofum og gróðurhúsum utan einangraðs svæðis við Lincoln University í Christchurch, Nýja Sjálandi. "Ministry for Primary Industries" rannsökuðu lekann.[9]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 Barbarin, Alexis M.; Jenkins, Nina E.; Rajotte, Edwin G.; Thomas, Matthew B. (15. september 2012). „A preliminary evaluation of the potential of Beauveria bassiana for bed bug control“ (PDF). Journal of Invertebrate Pathology. 111 (1): 82–85. doi:10.1016/j.jip.2012.04.009. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 14 júlí 2020. Sótt 16 apríl 2018.
 2. 2,0 2,1 Donald G. McNeil Jr., Fungus Fatal to Mosquito May Aid Global War on Malaria, The New York Times, 10 June 2005
 3. Rehner SA, Buckley E (2005). „A Beauveria phylogeny inferred from nuclear ITS and EF1-{alpha} sequences: evidence for cryptic diversification and links to Cordyceps teleomorphs“. Mycologia. 97 (1): 84–98. doi:10.3852/mycologia.97.1.84. PMID 16389960.
 4. Rehner, Stephen A.; Minnis, Andrew M.; Sung, Gi-Ho; Luangsaard, J. Jennifer; Devotto, Luis; Humber, Richard A. (2011). „Phylogeny and systematics of the anamorphic, entomopathogenic genus Beauveria“. Mycologia. 103: 1055–1073. doi:10.3852/10-302.
 5. Li ZZ, Li CR, Huang B, Fan MZ (2001). „Discovery and demonstration of the teleomorph of Beauveria bassiana (Bals.) Vuill., an important entomogenous fungus“. Chinese Science Bulletin. 46 (9): 751–3. doi:10.1007/BF03187215.
 6. „EPA Factsheet“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2006. Sótt 14. desember 2006.
 7. Tucker DL, Beresford CH, Sigler L, Rogers K (nóvember 2004). „Disseminated Beauveria bassiana infection in a patient with acute lymphoblastic leukemia“. J. Clin. Microbiol. 42 (11): 5412–4. doi:10.1128/JCM.42.11.5412-5414.2004. PMC 525285. PMID 15528759.
 8. Wagner BL, Lewis LC (ágúst 2000). „Colonization of corn, Zea mays, by the entomopathogenic fungus Beauveria bassiana“. Appl. Environ. Microbiol. 66 (8): 3468–73. doi:10.1128/AEM.66.8.3468-3473.2000. PMC 92172. PMID 10919808.[óvirkur tengill]
 9. „Genetically modified fungus leaked“. 3 News NZ. 20. mars 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 15, 2014. Sótt apríl 16, 2018.

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

 • Luz C, Rocha LF, Nery GV, Magalhães BP, Tigano MS (mars 2004). „Activity of oil-formulated Beauveria bassiana against Triatoma sordida in peridomestic areas in Central Brazil“. Mem. Inst. Oswaldo Cruz. 99 (2): 211–8. doi:10.1590/S0074-02762004000200017. PMID 15250478.
 • Prior C, Jollands P, Le Patourel G (1988). „Infectivity of oil and water formulations of Beauveria bassiana (Deuteromycotina; Hyphomycetes) to the cocoa weevil pest Pantorhytes plutus (Coleoptera: Curculionidae)“. Journal of Invertebrate Pathology. 52 (1): 66–72. doi:10.1016/0022-2011(88)90103-6.
  Þessi sveppagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.