Aðildarsáttmálinn 2003

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ríki sem áttu aðild að sáttmálanum. Þáverandi aðildarríki ESB eru merkt í bláu, en aðildarríkin sem gengu í sambandið árið 2004 eru merkt í gulu.

Aðildarsáttmálinn 2003 var sáttmáli milli aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) og tíu landa (Eistlands, Kýpur, Lettlands, Litháen, Möltu, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands) um inngöngu þeirra í sambandið. Sattmálinn fól jafnframt í sér breytingar á nokkrum ákvæðum Nice-sáttmálans. Aðildarsáttmálinn var undirritaður þann 16. apríl 2003 í Aþenu og tók gildi þann 1. maí 2004, með þeirri afleiðingu að aðildarríkjum ESB fjölgaði um tíu þann dag.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.